17.6.2008 | 12:10
Draumabifreið....
....húsfreyju, er einmitt bíll sem hún dælir bara vatni á, í stað bensís.
Sér svo vélvirki bílsins um að umbreyta vatninu í vetni, og málið er dautt.
Ekkert bensíngutl á uppsprengdu verði, dýrara en tanntaka hjá tannsa,
eða steinolía sem kostar á við meðalstóran demant, ein áfylling.
Vill húsfreyja að Frónbúar sérhæfi sig í "bílakaupum", og versli eingöngu
"vatnsbílana", nú eða framleiði sjálfir.
Því nóg er af vatni hér í voru litla landi, og heldur er "vötnum" alltaf að
fjölga, í formi uppistöðulóna upp um allt vort hálendi.
Gætum jafnvel orðið næstu "orkumógúlar" heims, ef "vatnsbílarnir" ná
vinsældum um veröld alla.
Seljum ríkari þjóðunum "blávatn" á hóglega háu verði, en fátækari
þjóðum fyrir slikk...eða gefum þeim bara slatta af vatnstonnum á ári hverju.
Bara gæta okkur á óprúttnum smyglurum og erkibófum, sem sjá sér akk í því,
að skreppa upp að Gullfossi eða Skógarfossi með fötur, potta og kyrnur.
Til þess eins að ræna okkur "gullinu" dýra, og smygla úr landi í plastbrúsum,
til þess eins, að selja bílaeigendum á svörtum erlendis.
Verður það þá ekki lengur dóp eða spíri, sem flýtur umvörpum í sjónum,
í kringum farskip og veiðiskip í utanlandsferðum!
Sei, sei, NEI!
Blávatn í massavís!
Setjum Björn Bjarnasson í málið, og látum hann stofna S.B.L.!
Þ.e. "Sérsveit Blávatnaliða".
Jamm, þá færi nú fyrst að verða eitthvað fútt í þessu hjá Birni.
Bíll sem gengur fyrir vatni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.