29.5.2008 | 17:13
Gluggarúðan nötraði...
...og allt skalf í deildarstjóraherberginu, þar sem húsfreyja sat við tölvuvinnslu. Kompjúterinn virtist vera kominn með "köldu" svo hressileg nötraði skjárinn og tölvuborðið. Rosa druna á eftir.
Húsfreyja stökk upp, og kíkti fram á sitt fólk. Allir hálf stjarfir að horfa ljósakrónuna svingsa fram og aftur fyrir ofan höfuð þeirra. Í miðju rapporti.
"Annað hvort var þetta "suðurlandsskjálfti", sagði húsfreyja, "eða Úlfarsfell hefur skellt sér á kollhnís ofan á þakið á vinnustaðnum okkar"!
"Þar fór sumarbústaðurinn minn", svaraði deildó að bragði, sem á bústað í Grímsnesinu.
Húsfreyja kíkti fram á öldungana sína.
Sátu pollrólegir. Öllu vanir. Sannir Íslendingar.
"Djísús" datt húsfreyju í hug, "öll vesenistafamilían mín í Þorlákshöfn"!
Reyndi að hringja í múttu sína. Ekkert svar. Úff!
Hringdi í systur í Þorlákshöfn. Ekkert svar. Meira úff!
Kveiktum á útvarpinu inni á vakt.
"Sex komma einn á Richter"! Hrollur.
Hringdi aftur í systur.
Hallelúja! Systir svaraði. Á heimleið til múttu og barna...í sjokki.
Allir í góðum gír. Eitthvað hrunið niður úr hillum. Skítt með það.
Starfsliðið kvatt og sú stutta sótt á frístundaheimilið.
"Hvaða jarðskjálfti? Hvernig var hann"! Sú stutta kom af fjöllum.
Smá útskýring frá húsfreyju. "Jááá, þess vegna var Júlíana alltaf að detta, í snú-snú"
"Það var þegar skalf svo mikið"!
Þegar heim var komið, hringt stutt í bónda, og sms send á systurdóttur í Þorlákshöfn,
og systur úti í Eyjum. Spara að hringja.
Allir í fínu lagi.
Nema köttur húsfreyju. Allur í tjóni. Kryppa og eyrun sperrt.
Svo er bara að sitja "skjálftavaktina" og vona að sá stóri, sem þeir bíða hjá
Almannavörnum verði heldur minni.
Úff. Sex komma sjö! Ekki skánar það.
Bara að enginn hafi slasast illa, eða fólk orðið fyrir massívu tjóni.
Gott ef húsfreyjar skellir ekki bara kaffi á könnuna, til að róa taugarnar.
Jarðskjálftar ekkert grín.
Kaffi næst.
Flokkast sem Suðurlandsskjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sit hér og reyni að skrifa...þetta er erfitt eins og að vera í ruggustól....smá slys ..siggi fékk smá skrámu...jarðskjáfta slys....búin að sópa upp glerbrotum...taka spegla niður komin með full hús af stjörfu fólki sem vill bara eiga heima hjá mér..verð með nætur gesti....hvað allt í góðu er að fara að róa í kvöld..æfing fyrir sjómannadaginn....það verður allt í lagi.kv árný
arný (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 17:58
Já þetta er ekkert grín, er fegin að búa ekki á suðurlandi.
Sigrún Óskars, 29.5.2008 kl. 19:33
úff... nú hristist allt reglulega hér í vinnunni... held að það sé að koma annar stór! Er búin að ganga á öll herbergin svona 20. sinnum, bara til þess að tékka... ég nervus, hell yeah!
Kristín Henný Moritz, 30.5.2008 kl. 02:49
Siggi Freyr seigur að ná sér í "jarðskjálftaslys". Gangi þér vel að róa á sunnudag og "róa" liðið niður, systir.
Jamm, Sigrún suðurlandið heldur svona "nöturlegt" fyrir minn smekk líka.
Bara að anda djúpt frænkubeibí. Byggingar á litla Fróni byggðar með ....."shake it all baby now" í huga. Þetta "róast". Mútta þín er komin í málið!
Sigríður Sigurðardóttir, 30.5.2008 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.