26.5.2008 | 13:06
Alveg hefði ég getað svarið.....
....fyrir, að þetta væri mynd af jarðraskinu í kringum grjótnámuna hér úti á Geldinganesi.
En svo kannast húsfreyja ekki alveg við grjótin tvö lengst til hægri á myndinni....hmmmmm....svo líklega eiga þeir bara "svipað Geldingarneslegt svæði" til, á Mars.
Og eftir myndum að dæma eiga þeir bara töluvert af "grjóti", þarna á Mars.
Kannski að okkar herlegi borgarstjóri sendi inn umsókn, um að fá að hefja "grjótnám" á Mars, innan tíðar?
Eða hvað ætli Marsbúar segðu við því?
Fyrstu myndirnar frá Mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski verða Marsbúar hrifnari af borgarstjóra en Reykvíkingar
Sigrún Óskars, 27.5.2008 kl. 10:20
Taka hann í guðatölu, ekki spurning. Stóra spurningin er hins vegar sú: Eru "marsbúar" til??!
Sigríður Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.