22.5.2008 | 22:31
Aaaaaarrrgh...YES!
Voru orð 7 ára prinsessunnar á heimilinu, sem hlýtur að teljast Eurovisionaðdáandi númer "eitt" í minni fjölskyldu, þá úrslit voru kunngjörð.
Hér er húsfreyja gjörsamlega heilaþvegin af "This is my life" eftir mánaðar spilun á eurovisonframlagi Frónbúa...í BOTNI. Er jafnvel að missa það niður að bölva hressilega í hljóði, húsfreyja, þá eitthvað böggar hana ærlega. Dæsir bara: "This is my life".
Vonar húsfreyja svo sannarlega að 11. sætaröðin verði happasæl Friðriki Ómari og Reginu Ósk, svo hún fái aftur til baka sitt "eðlilega líf". Annars situr hún uppi með:
"This is my life"!
Ísland verður 11. í röðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað sigga summan er 2
Solla Guðjóns, 22.5.2008 kl. 22:55
Aha, lukkutala á sveimi!
Sigríður Sigurðardóttir, 23.5.2008 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.