Sól...aflýst?

T_Sunbathers  Ferðum á erlenda grund aflýst?

  Til sólarlanda?

  "Shopping-SUN an' FUN" aflýst?

  Á litla Fróni?

  Er húsfreyja lent í súrrealískri kreppumartröðPinch?

  Síðan hvenær hefur Frónbúinn tekið mark á væli um hækkandi verðbólgu?

  Bensínverði í toppi?

  Grátandi milljarðamæringum í bullandi tapi, volandi um niðurfellingar á sköttum?

  Húsfreyja man þá tíð, þá verðbólga sveiflaði sér hærra en hæstu fjöll Evrópu, hér uppi á litla Fróni.  Gjaldeyrir var skammtaður, viss upphæð á einstakling, þá farið var í sólarlandaferðir.  Greiðslukort voru enn fjarlægur "nýjustu tækni og vísindi"-draumur í íslensku þjóðfélagi, og launin dugðu fyrir húsaleigu, snarli, prins og kók í 4 viku, ef vel var spilað með peningana.  Þá voru aurarnir BÚNIR þegar þeir voru BÚNIR.  Engin kreditkort til að redda, ef þú hafðir svínað með aurana og skroppið 2-3 í bíó sama mánuðinn.  Þá var sultarólin hert síðustu vikuna, og þraukað fram að næsta útborgunardegi upp á vatn, brauð og myglaðan brauðost.

  En til útlanda fór maður eigi að síður!  Einu sinni á ári! 

  Á skömmtuðum gjaldeyri!

  Sem ALDREI dugði fram á síðasta ferðadag....og alltaf var slegið lán hjá einhverjum sem hafði getað keypt gjaldeyri á svörtum!  Aha! "Svörtum"!

  Og alltaf basl og bras, að borga ferðina á "afborgunum" í eina 6-12 mánuði eftir að heim var komið.

  Allir vælandi og í tjóni í þjóðfélaginu.

  Gengi krónunnar lækkaði, lækkaði....var bara hlægilegt.

  Fyrirtæki að fara á hausinn, var daglegt brauð svo til.

  Kaupmenn grétu.

  Útgerðarmenn grétu (enginn kvóti þáDevil).

  Mjólkurlíterinn hækkaði á mánaða fresti.

  Bensínið hækkaði, hækkaði, hækkaði, osfr. osfr.osfr.

  En að sólarlandaferðunum væri aflýst!

  ALDREI!

  Hrikalegt ef húsfreyja er farin að fá martraðir í "vöku", og dreyma að Frónbúar séu að "aflýsa sólarlandaferðum".  Ætti kannski að fara snemma í rúmið í kvöld og athuga hvort draumfarir hennar verði ekki eitthvað skárri, þá hún sefurGrin.  Og að sjálfsögðu er húsfreyja svo á leið til útlanda í haust.  Að vísu bara í helgarreisu, en til einnar íðilfagurrar borgar í Austur-EvrópuCool.  Úúúú..gaman.

  Það verður "önnur" ferð hennar út fyrir landssteinana þetta áriðWhistling

  Kreppa hvað?

 

 

 

 
mbl.is Sólarferðum aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Einhvern veginn er mér nákvæmlega sama hvað Íslendingar gera í sínum sumarferðamálum.Það breitir ekki því að það er kreppa hjá ríka fólkinu þó það sé ekki hjá okkur Sigga mín

Solla Guðjóns, 21.5.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Jamm, aumingjarnir.  Ekki alltaf gott að vera ríkur.

Sigríður Sigurðardóttir, 23.5.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband