6.5.2008 | 09:28
Köttur á ţremur.
Kattarrófa húsfreyju mjálmar ámátlega ţar sem hún stendur sármóđguđ úti á sólpalli. Hreyfir sig eins og hún sé orđin spastísk, aldrei nema 3 fćtur í einu, sem snerta blautan sólpallinn. Hefur ţađ ađ lokum ađ "stólpanum sínum" og teygir sig upp eftir honum...skraaaaats, klór og svo "mjavvr"!
Gjóar upp í himininn, grćnum augum. Neipp! Engin sól í dag. "Mjáskotinn".
Sest á botninn, hryllir sig ţegar hann snertir blautan pallinn, og breiđir skott sitt vel yfir tćrnar á framţófunum. "Hana, ţar er einn fluguskítur međ dauđaósk ađ sveima í blautu grasinu"! Kattarrófan hniprar sig saman niđur á magann....og svo stökk! "Kjams"..."mjavvvr" og sleikt vel út um. "Sei, sei ţarna er önnur í "sjálfsmorđshugleiđingum"......henni einnig komiđ fyrir "kattarnef".
Kötturinn gjóar grćnum glyrnunum á húsfreyju, sem stendur á náttfötunum og horfir á "flugnabanann ógurlega". "Eru ţćr góđar"? spyr húsfreyja kött sinn. "Mjáááá"! svarar kattarrófa ađ bragđi, hremmir 3 í viđbót af svörtu flugnakyni, og tiplar um í grasinu eins og tískudrós á pinnahćlum.
Svartur krummi flýgur yfir, og krunkar glađhlakkalega. Kattarrófan gleymir blautu grasinu, skellir sér niđur á óćđri endann, og glápir á krumma á listflugi sínu. "Ţarna er ţó ein stór og svört FLUGA, sem hún vildi komast í tćri viđ". Hún sleikir út um. "Nah", segir húsfreyja, "ţennan er betra ađ láta eiga sig, kisulóra". Köttur lítur á húsfreyju međ fyrirlitningarsvip..."tvífćtta skinnlausa pakk, hvađ veit ţađ í sinn haus". Hún veifar skottinu "veiđilega" og fylgist međ krumma ţar til hann hverfur augsýn.
Man eftir blauta grasinu, stendur upp og tiplar upp á sólpall. Nuggar sér í fćtur húsfreyju..."Mjáááárr". "Betra ađ koma sér vel viđ tvífćtta skinnlausa pakkiđ, ţó ţađ stigi ekki í vitiđ"! "Ţađ sér um ađ fylla matardallinn reglulega...og allt frítt". Hún lítur lymskufull á húsfreyju...."skyldi hún luma á harđfisksbita"? "Neipp, konan ekki ţessleg, enda enn í ţessum furđulegu fötum, sem hún kallar náttföt". Kattarrófan dćsir mćđulega, röltir "spastísk" inn á stofugólf, og sest niđur. Horfir á húsfreyju međ spurn...."ertu ađ koma greyiđ, ţađ er kominn MATARTÍMI"! Og húsfreyja gegnir, fer inn, grípur málgagniđ, hendir lúku af kattarmat í kattardall og fer inn í rúm.
Athugasemdir
Guđrún Jóhannesdóttir, 7.5.2008 kl. 12:20
kisur eru bestar! takk fyrir sćta sögu
halkatla, 7.5.2008 kl. 12:30
Góđ saga - ţú setur ţetta svo myndrćnt fram ađ mađur sér ţetta allt fyrir sér.
Sigrún Óskars, 7.5.2008 kl. 13:18
Kisurófur eru frábćr dýr, og "segja" heilu setningarnar međ hreyfingum og einu augnartilliti. Mín telur "mig" vera sína "einkaeign", og verđur ađ fá jafnmikla athygli og prinsessan á bćnum.
Ţakka ykkur ljúfastar, fyrir innlitiđ.
Sigríđur Sigurđardóttir, 7.5.2008 kl. 16:57
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.