5.5.2008 | 19:58
Tillaga að hugmynd!
Húsfreyja er alveg á "jaðarsvæði" með það, hvort ekki væri rétt að bæta "fjórða" manninum við þá, sem nú þegar eru á "borgarstjóralaunum".
Sá gæti aðstoðað núverandi borgarstjóra við að "slétta vel" úr verðlaunatillögum á fundum, og túlka þær svo vel fari.
Og að lokum "yfirfara orð" borgarstjóra, og "túlka þau og matreiða" á réttan hátt ofan í fjölmiðla og landsmenn. Svo hvorki fari málin í helv..... klúður né í "stórskipulagsslys"!
Tala ekki um "neyðarfundi" með borgarstjóra, þar sem allt er í "óvissu" og massívum vandræðagangi.
Sendi sá "fjórði" svo alla borgarstjórnina á "bútasaumsnámskeið", og gangi svo sjálfur í að vinna verkin skipulagt á "jaðarsvæðunum" og láta sem flugvöllurinn sé EKKI til....týna honum eiginlega algerlega og finna hann ekki aftur fyrr en áramótin 2020.
Ólafur segist ekki hafa skipt um skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mjáá......
Það er víða skandallinn
Solla Guðjóns, 5.5.2008 kl. 20:47
þetta er ekki gott...maðurinn er ekki alltaf í sambandi....og litli haninn þarf alltaf að redda honum....en þetta er alveg frábær mynd..kv.árný
arný (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 21:02
Já, myljandi flott mynd af kisurófu "grannar", og gaman af fá komment frá ykkur sama kvöldið. Vonandi betra ástand í bæjarmálum þar austan fjalla, og allt gott í Þorlákshöfn.
Knús á ykkur.
Sigríður Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 22:15
KNÚS Á ÞIG INN Í NÓTT OG NÆSTA DAG, MEGI HANN VERÐA FULLUR AF TÆKIFÆRUM
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 6.5.2008 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.