29.4.2008 | 17:49
Barbiestyrjöld í uppsiglingu....
...í Íran. Vestræni erkibófinn og svíðingurinn, dúkkutetrið hún Barbie, er komin í mergjaðan stríðsham.
Gengur nú ljósum logum um land írana, ógnar börnum jafnt sem fullorðnum með ofvöxnum barminum og hvössum plasthandleggjunum. (Fyrir utan þá háðung að plast EYÐIST ekki í náttúrunni.)
Glitrandi perluskreyttir kjólar hryðjuverka-Barbie, stinga sjálfsagt guðhrædda írana í augun og fylla þá ofsabræði og guðlegri heift.
Sjálfur ríkissaksóknari ÍranS, Ghorban Ali Dori Najafabadi, reitir hár sitt og skegg af angist og bræði yfir plastglæpakvendi þessu, og hefur skorið upp herör gegn Barbie. Búinn að setja varafosetann í málið, hann Parviz Davoudi, og VARAR hann við skaðsemi "glamour-Barbie" og annara vestrænna leikfanga. Næsta víst að hinu hógláta, réttsýna ríki Írana verði í koll komið, verði vestrænt plastdrasl þetta ekki útlægt gert. Gæti algerlega umturnað og eyðilagt hina siðsömu "líkpokatísku" íranskra kvenna. Gætu þá jafnvel farið að "sólbrenna" á öðrum stöðum, en á "augnlokunum"!
Ja, svei! Najafabadi á alla mín samúð. Aumingja karlinn. Það er ekkert smáverk að ætla að "gjöreyða" Barbie-hyskinu úr LANDI SÍNU, bara sisona.
Gangi honum allt í haginn, og megi hann ætið vera hógvær, réttsýnn og friðelskandi.
Barbie ógnar íranskri menningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já há ég hef akkúrat enga skoðun á þessu.
Eina sem mér finnst að Barbí dúkunni er hversu fáráðlega hún er sköpuð.
Solla Guðjóns, 29.4.2008 kl. 19:55
Já, margt er merkilegt í kýrhausnum.
Heiður Helgadóttir, 30.4.2008 kl. 16:41
Ég hef heldur enga skoðun á þessu.
Sendi 1 maí kollega-kveðjur og hafðu það gott í góða veðrinu.
Sigrún Óskars, 1.5.2008 kl. 10:25
Þakka ykkur innlitið ljúfastar.
Þetta er bara skondin frétt um hana Barbie, þarna í Íran.
Sigríður Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 11:39
snilld
Barbie mun svo að sjálfsögðu vinna styrjöldina einsog vanalega
halkatla, 1.5.2008 kl. 13:20
Þakka, Anna mín. Barbie blívur!
Sigríður Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.