Óhugnaður.

  Þessi frétt frá Austurríki er hrein skelfing.  Og sannar enn og aftur, að lögregla skyldi ætíð "gruna" foreldra fyrst og fremst, þá barn týnist.  Sorgleg staðreynd, en því miður allt of oft nauðsynleg.  Þvílík ófreskja sem þessi faðir hefur verið dóttur sinni, og með ólíkindum að hann skuli hafa komist upp með þetta í 24 ár.  Mér er spurn: Frá hverjum barst loks ábending um konuna og börn hennar, eftir 24 ár í helvíti?159064_prayer   Þetta er hið óhuggulegasta mál, og maður getur bara vonað að þetta sé fáheyrt á okkar litlu jörð.  Fer með bæn fyrir fórnarlömbin í þessari sorgarsögu í kvöld.
mbl.is Beitti dóttur sína kynferðislegu ofbeldi áratugum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Þór Þórarinsson

Málið fór loks á skrið þegar hann skildi elstu dótturuna eftir á sjúkrahúsi í bænum og lögregla fór að grennslast um móðurina eftir ábendingum hjúkrunarfólks. Það fer hrollur um mig bara þegar ég hugsa um þetta.

Guðjón Þór Þórarinsson, 27.4.2008 kl. 20:10

2 Smámynd: halkatla

halkatla, 27.4.2008 kl. 20:15

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Svo hann hefur þá líklega gefiðst upp á feluleiknum, er lögregla gekk á hann?!  Já, það hljómar líklega, Guðjón.  Já, þetta er nánast eins og í hryllingsmynd, maður losnar ekki við hrollinn.

  Takk fyrir innlitið.

  Sammála, Anna.

Sigríður Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 20:39

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

  skelfilegt!

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.4.2008 kl. 20:56

5 Smámynd: Maelstrom

Eins og hryllingsmynd?  Held ekki.  Þetta er svo miklu ógeðslegra að það er ekki hægt að lýsa því.  Myndi einhver horfa á hryllingsmynd þar sem ógeðið byrjar og heldur svo áfram og áfram og áfram.  24 ÁRUM og SEX börnum síðar gerist síðan eitthvað nýtt í myndinni?  Í þessu tilviki er raunveruleikinn verri en nokkur bíómynd.

Það vantar væntanlega svolítið í lýsingarnar á þessu.  Úr því hann komst upp með þetta í 24 ár þá getur varla hafa heyrst nokkur skapaður hlutur í þeim þarna niðri.  Þetta hefur því væntanlega verið hljóðeinangraður og gluggalaus kjallari.  Konan og þrjú af börnunum hafa því ekki séð sólina allan þennan tíma!

Maelstrom, 27.4.2008 kl. 22:46

6 identicon

Þetta er já eins og hryllingsmynd.

Það verður pottþétt gert kvikmynd um þetta.

Geiri (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 22:54

7 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Þakka ykkur innlitið.

  Maelstrom, góður punktur. Ekki mín ætlun að leggja líf konunnar að jöfnu við 2 tíma hryllingsmynd, heldur talaði ég hér um viðbrögð þeirra sem utan við hryllingin standa.  Lífi konunnar sagði ég hinsvegar "24 á í helvíti" í pistlinum mínum.  En eins og þú segir vantar væntanlega heilmikið af upplýsingum í frétt þessa.

  Sorglegt, Geiri, en þú gætir hafa rétt fyrir þér.

Sigríður Sigurðardóttir, 28.4.2008 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband