Veðurspá sumarsins.

lenticular-clouds  Oooo... veðrið.  Við elskum að spjalla og spá í veðriðInLove.  Aldrei "dauður tími" hjá okkur veðurfarslega, hér uppi á litla Fróni.  Alltaf hasar.  En húsfreyja vill gjarna taka þátt í því að spá um veður sumarsins, bæði hér heima sem að heiman.  Svo hér kemur veðurspá húsfreyju:

  Í Skandinavíu verða mikil hlýindi....BLAUT hlýindi að vísu, en hlýindi eigi að síður.  Töluvert um þrumuveður, svo "eldingarvarar" verða "inn"W00t!

  Á litla Fróni verður mergjaður hiti, með köflóttu sólfari, en munum við þó að mestu lenda á "hvítu reitunum" köflótt séð, svo sólin mun svo sannarlega skína á næpuhvíta skanka okkar og búka.  Brúnkukrem verður þar með "út"!  Fáum eina viku blauta í júnílok, en ekki verður mikið um regn að öðru leyti.  Gleyma regnhlífunumWink.

  Í Evrópu verður brækjuhiti, með kuldaköflum inn á milli.  Erfitt verður að henda reiður á þessu ójafnvægi, og sólarlandafarar rasandi á þessu rugli í veðrinu EvrópumeginShocking.

  Í Ameríku verður "ammerískt" stjórnmálaveður, ekta góður tími fyrir kaktusarækt á þurrum svæðum, nú og "vatnaliljurækt" á þeim vætusamari.  Þeir sem þangað fara á fellibyljatímanum, MUNU lenda í fellibylPinch!

  Svo mörg voru þau spádómsorð húsfreyju.  En húsfreyja er einhver besti "veðurspámaður" norðurhvels jarðar, og þó víðar sé leitaðDevil.  Man húsfreyja ekki eftir að sínar veðurspár hafi nokkurn tímann klikkað.  Er alveg rasandi að "Veðurstofa litla Fróns" skuli ekki vera búin að uppgötva þessi miklu sannindi húsfreyju og hæfileikaLoL.


mbl.is Hlýindi í kortunum í sumar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég á sem sé á hættu að verða köflótt á köflum í sumar.

Þú verður að fara að hafa samband við nafna þinn Storm og fá að leysa hann af í vor og sumar.....

Solla Guðjóns, 21.4.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ertu ekki í rángri vinnu, verður veðurstofan næsta

Heiður Helgadóttir, 22.4.2008 kl. 08:02

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  "Köflótt veður" verður "inn" í sumar, og hættan á því að verða sjálfur köflóttur því geigvænleg, Sollan mín.

  Það hefur hvarflað að mér, Heidi...hefur hvarflað að mér.

Sigríður Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 11:38

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Það verður gott veður í sumar- völvurnar spáðu því í ársbyrjun. Ég trúi þeim algjörlega - kannski óskhyggja - nei nei þær hafa rétt fyrir sér.

Sigrún Óskars, 22.4.2008 kl. 19:27

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jamm, Sigrún.  Köflótt sumar, sólríkt og hlýtt!

Sigríður Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 21:04

6 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

 takk fyrir köflótta veðurspá, semsagt ég vinn fyrir hádegi, þá kemur fyrsti kaflinn, svona frekar svalur, eftir hádegi, sól og blíða. Frábært.

Kristín Magnúsdóttir, 22.4.2008 kl. 21:59

7 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Akkúrat, Stína.  Klikkar ekki, verður orðin fallega kaffibrún eftir sumarið, ef þú passar að vinna ALDREI eftir hádegið.  Köflótt veður er INN, húsfreyja segir það SATT!

Sigríður Sigurðardóttir, 23.4.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband