28.3.2008 | 17:42
Hér er Guð...
...búinn að redda þessu fyrir löngu, með sykursýkina. Sendi okkur "Insúlínið" með hraði hér fyrir allmörgum árum, og það hefur svínvirkað alla tíma síðan. Svo það er sorglegt að heyra, að enn séu börn að deyja vegna ógreindrar sykursýki, og það í þokkalega þróuðu landi eins og Ameríku.
Merkilegt þetta, með sumt trúað fólk. Það heldur að einu "mögulegu kraftaverk" Guðs komi í kjölfarið á skæru ljósi á himni (eða stjörnu), brennandi runnum og þrumuraust af himni. Samkvæmt minni trú vinnur Guð örsjaldan þannig. Mun oftar notar hann okkur mannfólkið, tel ég og framkvæmir þúsundir kraftaverka "þannig", á degi hverjum. Gefur okkur hugmyndir að nýjum lyfjum til lækninga, gefur okkur hugmyndir um nýja tækni, kemur því svo fyrir, að þú hittir akkúrat rétta persónu, á réttu augnabliki, á réttum stað og slysi er afstýrt....eða sálufélagar hittast.
Kraftaverkin eru allt í kringum okkur. ALLTAF! Þurfum bara að opna augun og SJÁ.
Leituðu til Guðs fremur en lækna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
mikið rétt, ég er sko aldeilis sammála
halkatla, 29.3.2008 kl. 16:14
Takk fyrir það,Anna. Gangi þér vel með að finna "sálufélaga þinn".
Sigríður Sigurðardóttir, 29.3.2008 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.