0,66% upp! BRAVÓ!

01_27_2---Hippopotamus_web  Jaso!  Mitt í öllum hörmungarfréttunum af hækkandi bensínverði,  af hækkandi matvælaverði,  af hauskúpuöskubökkum, af grimmdarmorði á 10 tístandi páskaungum og af vélmenni sem drap húsbónda sinn í Ástralíu, kom loksins ein jákvæð fréttJoyful.  Krónan þessi eina sanna, frónverska, styrkist um heil 0,66%Grin.  Gleði!  Hamingja!  Mergjuð ánægjaKissing.  Húsfreyja ljómar sem sólin, og má vart vatni halda af gleði (það gæti e.t.v. líka haft eitthvað með 10 kaffibollana sem hún drakk í dag, að geraWink).

  Húsfreyja er nefnilega í ferðahugleiðingum núna.  Og mun brátt halda af landi brott, til hinnar yndisfögru eyjar, Tenerife, með maka og barni.  Hefur húsfreyja fyllst sótsvartri örvæntingu, yfir hrakförum krónu sinnar undanfarið, og séð fram á að "evrutíkallinn" væri sá gjaldeyrir sem hún hefði efni á að kaupa, rétt fyrir brottförErrm.  Og þó að karl hennar sé nú að sigla hraðbyri á "hálftíræðisaldurinn" (verður fimmtugurDevil), og húsfreyja vilji gjarnan kaupa veglega afmælisgjöf handa sínum heittelskaða, dugir "evrutíkallinn" skammt til slíkra hluta.  Var hún kominn á bólakaf í að skoða "míní-verkfærasett" á E-bay, ásamt ársbyrgðum af rakvélablöðum í "gamaldags rakvélar"Whistling.  En "Dabbi" reddaði þessu glæsilega í gær með vaxtahækkunum, og nýr Íslandsvinur í hinu mikla heimsveldi Bretadrottningar tjáði sig um það, að litla Frón væri "vel rekið" (hvert eða hvaðan það hefur "rekið" eða hvort einhver hafi "sagt litla Fróni kurteislega upp störfum", fylgdi ekki sögunniTounge)!

  Sér nú húsfreyja fram á betri tíð og bjarta daga með ......ja, eiginlega ekkert af blómum í haga eins og er, en það stendur allt til bóta.  Mun hún fylgjast grannt með Dabba og jákvæðum, "nýjum Íslandsvinum á reki", á næstu dögum, og kaupa inn gjaldeyrir um leið og hún hefur efni á eins og einum "evruhundraðkalli"Cool.  Fær þá karl kannski "nýja rakvél" með rakvélablöðunum í afmælisgjöf og gott knúsInLove.  Og svo er bara svífa á gullnum vængjum "Futura Airways" til amerísku strandarinnar á Tenerife, og dæsa og njóta sólar og hita í botn.

  Kötturinn?  Húsfreyja er búin að skrá kattarrófuna í "Bænaskóla Bröndóttra katta", á meðan ferð stendurLoLTounge.  (Samanber fréttinni af hundinum sem iðkaði bænahald grimmt, hér fyrr í vikunni.)  Nei, bara grín.  Rófan fer í pössun til systurdóttur í Þorlákshöfn.  Væsir áreiðanlega ekki um hana þar.  Hef að vísu "stranglega bannað" systurdóttur að skella mínum ketti í þvotttavélina, en hún demdi sinni kattarrófu í einn "spinning" um daginnPinch.   Á sú læða aðeins ein 8 líf eftir, á meðan mín á öll sín 9 til góða.  Að vísu er mín með skarð í eyra eftir blóðugan bardaga við snarvitlaust, spólgratt unglingsfress.  Hafði ekkert í mína að gera, og varð sá að hverfa haltur og tættur í andliti af vettvangi!  Ekkert "dodo"Halo, enda mín algjör engill.

  Húsfreyja svo að störfum í dag.  Mikið að gera, og varð húsfreyja að bjargast af með kaffi og leifar af páskasúkkulaði, í stað hádegismatar.  En gamlingjar húsfreyju voru glaðir og leið flestum vel, og einn yndislegur söng hástöfum "Við göngum svo léttir í lundu", þar sem hann rölti í göngugrindinni sinni, í fylgd sjúkraliða eftir ganginum.

  Ekki amalegt það.

 


mbl.is Krónan styrktist lítillega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Hér er ansi mikið um breima ketti og þeir alhörðustu gabba þær undir sólpallinn minn og þvílík læti.......

'eg var að hugsa um að skella mér á Iberíuskagann í sumar en hreinlega tími því ekki.Ég vil heldur ekki þurfa að telja aura þegar ég fer í slíkar reysur.

Vona að þú sætir lagi og náir í nokkrar Evrur þegar krónan styrkist.........

Solla Guðjóns, 27.3.2008 kl. 12:01

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jamm, fressin mega vara sig, ef þau lenda í minni Solla.  Hún er ægilega mikið á því að hún sé "ósköp venjuleg manneskja" eins og við hin í familíunni.

  Sei sei já,  heilan haug af evrum ÞEGAR hún styrkist....verst með Íberíuskagaferðina þína...en það er þá alltaf hægt að skreppa á Skagann.

Sigríður Sigurðardóttir, 27.3.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Turetta Stefanía Tuborg

Skemmtið ykkur vel á Tenerife! Ég var nú einmitt að skoða ferðabæklinga og var að láta mig dreyma um sólríkar strendur og brúna kroppa þegar hel..... krónan hrapaði niður úr öllu valdi Það varð til þess að minn heittelskaði setti í þrjóskugírinn og sagðist ekki fara fet og hananú. Ég á nú reyndar 20 evrur síðan í fyrra .....

Turetta Stefanía Tuborg, 28.3.2008 kl. 13:31

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Ég heppin, að minn er "hálftíræður" Turetta.  Þið farið þegar næsta 0.66% ris brestur á.

Sigríður Sigurðardóttir, 28.3.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband