Með allt niðr'um sig.

db_000281772  Malbikið á Strandveginum sindraði í heitri júlísólinni.  Við systur allar saman úti í Eyjum með börnin okkar 7 í göngutúr.  Var rétt upp úr hádeginu á laugardegi, ekki margir komnir á stjá, og þó.  Eftir korterslabb vorum við komnar niður á Strandveg með litla liðið.  Þá var litla liðið orðið aðframkomið af þrá eftir ís, og ófært um frekari göngu að sinni.  Við systur skelltum okkur inn í bensínsjoppuna og versluðum grimmt ís.  Húsfreyja og systir í Eyjum fljótlega sestar aftur út á bekk, með megnið af börnunum, en systir í Þorlákshöfn enn inni að reyna að fá botn í ísmál Svölunnar og Vigranns.

  Þeir komu á "hengilslegum töffarafart" fyrir hornið á Bárustíg og Strandvegi.  Þrír Eyjapeyjar, á að giska 13 -14 ára.  Púuðu sígarrettur grimmt,  og voru með síðan hártopp á ská niður fyrir annað augað allir þrír.  Tveir voru hávaxnir og grannir, en sá þriðji stórvaxinn mjög og þykkur.  Þeir köstuðu höfðunum til í gríð og erg, svo þeir sæu hvað þeir væru að fara.  En eitthvað hafa þeir samt lítið séð fyrir hári og reykjarkófi, því þeir sniðgengu alveg gangbrautina, sem þó var vel og skilmerkilega máluð á svart malbikið.  Þeir tóku kúrsinn þvert og á ská, í áttina til okkar.  Rétt fyrir framan okkur systur stöldruðu þeir við, ræddu saman um eitthvað "gjeggt" og flengdu höfðunum til og frá af miklum ákafa.  Allir þrír í stórum og vel merktum "Diesel-gallabuxum", sem hengu efst á lærum þeirra.  Efsti hluti rassaskoru þeirra blasti við sjónumSick.  Tveir þeirra höfðu haft þann "góða sans" að nota mjó, þröng belti á brækur sínar, en sá grennsti var með breitt belti skreytt hauskúpuglingri, og hékk gangslaust niður á mið læri hans.  Þeir héldu af stað aftur.  ÚPS!  Svaðalega neyðarlegtPinch.  Dieselbuxur þess grennsta hrundu niður á ökklaShocking.  Við blöstu rauðar og bláar "Spiderman-boxer-naríur" og kafloðnir skankar.  Drengurinn beygði sig eldsnöggt niður til að kippa upp brókum sínum, rak logandi sígarettustubbinn í bert lærið, hnaut við af sársaukanum og skall með höfuðið aftan á "rassaskoruskrýddan" botn þykka félagans.  Við systur veinuðum af hlátri, og krakkarnir störðu á ósköpin í forundrunGrin

  "Hvarrer að'er maðr"?, hvæsti sá þykki.  "Og hvað'rað þeim"? höfðinu hnykkt í áttina að okkur emjandi af hlátri.  Þeim grannvaxna hafði tekist að ná upp buxunum, án þess að félagarnir tækju eftir "niðurfalli" þeirra.  Gjóaði á okkur flóttalegum augum, logarauður í andliti, og stamaði:  "Þett'er bar' eittkað ruglað pakk".  Og töffaralegi "sexfóta reykjarmökkurinn" fjarlægðist okkur snarlega og hvarf loks sjónum upp StrandveginnWhistling.

  Kennir manni að maður skyldi "ætíð" velja sér buxnabelti sín af mikilli kostgæfni, þá maður klæðist á morgnana.  Og aldrei, aldrei undir neinum kringumstæðum skyldi maður staldra fyrir framan barnmargar mæður að snæða ís á heitum sumardögumDevil.


mbl.is Bannað að borða á nærbuxunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Takk fyrir það, Móðir.  Fer pottþétt í Eyjar út, þá sumar og sól verma land mitt og þjóð!

Sigríður Sigurðardóttir, 20.3.2008 kl. 13:50

2 identicon

við systurnar áttum nú axlabönd....hvað er nú orðið af þeim.?????

arny (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 13:18

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Váv, manstu systur í Eyjum??  LEITUM!

Sigríður Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband