16.3.2008 | 12:24
Ægifögur fjallasýn..
..hvert sem augað leit, á leið okkar mæðgna austur fyrir fjall í gær. Tignarleg Bláfjöll með sína hvítu tinda og bláu skugga. Hvítir gufustrókarnir í Hverardölum risu beint up í bláma himins, og húsfreyja fékk á tilfinninguna að allt líf héldi í sér andanum af andakt yfir náttúrufegurðinni.
Í Þorlákshöfn sama bongóblíðan, kaffi og með því eftir skottúr á Selfoss. Systir í Þorlákshöfn í ham inni í búri. Þreif og þvoði, henti og raðaði, tuðaði og nöldraði. Við mútta settumst hinsvegar niður og "skröfuðum" í Scrabble við heimilislegan "nöldurundirleik" systur. Krakkarnir 4-6 voru glaðir á góðri stund, og skoppuðu og hlupu 97 hringi innanhúss, HVERT
! Kemur sér vel að hús móður minnar eru rúmgóð, og gott að ná sprettum milli stofu og forstofu.
Og nú erum við á leið austur aftur. Báran og Svalan mega ekki af hvor annarri sjá. Og Tinnan er komin til London, og minn maður búinn að bjóða börnum sínum öllum í stórsteik í kvöld. Ætlar að elda læri. Húsfreyju líst best á að leyfa honum að dudda við þetta í friði og ró. Búið að vera nóg áreiti á minn mann samt, síðustu daga. Er búinn að "stroka Kína út af lista sínum", yfir fýsilega staði erlendis, að skoða í framtíð. Lái honum það hver sem er.
Sólskin í hjarta og gleði til alllra.
Athugasemdir
gott að vita af tinnu í london
Njótið svo bara kvöldisins til fullnustu
Guðrún Jóhannesdóttir, 16.3.2008 kl. 17:13
Fæ heimþrá þegar að ég sé þessa fallegu mynd
Heiður Helgadóttir, 19.3.2008 kl. 15:55
Knús á ykkur öll
!
Sigríður Sigurðardóttir, 19.3.2008 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.