15.3.2008 | 11:24
Bjart í sál og glatt í sinni..
...húsfreyju í dag. Enda ætlar hún til ferða með litlu stúlkunni sinni. Skreppa á Selfoss, versla smá í matinn fyrir Páskana og vísitera glaðbeitta ættliðið í Þorlákshöfn. Og svona til að undirstrika gleði húsfreyju, hafa veðurguðirnir tekið hana í sátt og sent henni himneskt veður.
Tinnan svo lagði í hann klukkan 7 í morgun að okkar tíma, frá Kína. Þrotlaus síma-, tölvu- og bankavinna ættingjanna síðustu sólarhringa að skila árangri, og losnaði um marga stresshnúta í morgun. Vonum bara að ferðalagið gangi allt vel. Komutími áætlaður 16:00 á Keflavíkurflugvelli, á morgun.
Og er það ekki mesta gæfa manns
að milda skopi slys og þrautir unnar,
að finna kímni í kröfum skaparans
og kankvís bros í augum tilverunnar?
Örn Arnarson (Magnús Stefánsson)
Þessi litla vísa Arnar lýsir svolítið vel skapgerð húsfreyju, svo hún skellti henni inn. Er svo farin að aðstoða 7 ára prinsessuna í herbergistiltekt, svo faðirinn tapi sér ekki alveg.
Góðar og glaðar stundir í sólríku veðri helgarinnar.
Bjart og gott veður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aldrei komið þið í heimsókn til mín.... þú veist að ég bý aðeins u.þ.b. 2 mínútur frá mömmu en samt kemurðu aldrei hingað, þrátt fyrir að ég er búin að segja þér að þú ert alltaf velkomin.
Kristín Henný Moritz, 15.3.2008 kl. 18:53
Hey, skvís við mættum víst til ykkar!
Takk sömuleiðis, móðir.
Ó já, Jón. Þreytt og ósofinn og með massívt jetlag. Tekur sér sjálfsagt nokkra daga í "siesta"!
Sigríður Sigurðardóttir, 15.3.2008 kl. 21:37
Beint flug held ég Jón,enda mætt á Heathrow. Bíður nú eftir flugi heim, skvísan. Já Japan er líka staður sem mig langar að vísitera, ásamt Ástralíu, Tibet og Ítalíu. Á þessa staði alveg eftir, enda ferðalög dýrt hobbí eins og þú segir, Jón. Fór víða utanlands áður en ég fór að búa og lagðist í barneignir. Var alltaf að safna fyrir næstu ferð og alltaf skítblönk eftir hverja reisu erlendis. En GAMAN var það að koma á nýja framandi staði, og ferðabakterían er í blóði mínu enn.
Sigríður Sigurðardóttir, 16.3.2008 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.