3.3.2008 | 08:31
Hér gæti skrattinn verið að hitta..
...ömmu sína. Hægri öfgaöfl í Hollandi að gefa út mynd um Kóraninn. Heittrúaðir islamar í Afganistan þar með arfareiðir (að sjálfsögðu, enda púra öfgamenn sjálfir), og Nato-hermenn þar með í bráðri lífshættu. Hvernig væri nú, ef öfgahóparnir "báðum megin, sætu á sér, svo mínistyrjöldunum fækkaði, og hermenn kæmust heim til fjölskyldna sinna?
Furðulegt að hógværir islamar skuli ekki láta meira í sér heyra, og fordæma alla öfgamenn, bæði sína og annarra. Var einn hóglátur klerkur þeirra islama, sem lét í sér heyra í fyrra, og ég var mjög hrifin af. Er að reyna muna nafnið....jæja, eins og mig minni að hann hafi verið Pakistani. En síðan hef ég sáralítið lesið um viðbrögð hófsamra islama...fundið smávegis hér og þar á netinu.
Fólk hér í vestrænum þjóðfélögum, er oft duglegt að fordæma alla öfgamenn, bæði sína og aðra. Og iðulega mikil umræða í gangi, þegar einhver ber sér á brjóst, með öfgum og yfirgangi. Er það vel, og öfgar þrífast illa þegar blásið er hressilega á móti.
Hollensk kvikmynd um kóraninn veldur titringi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
inniltskvitt mín kæra
Guðrún Jóhannesdóttir, 3.3.2008 kl. 10:30
Takk Guðrún mín.
Sigríður Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 13:03
Þarna hittir skrattinn hana ömmu sína
Heiður Helgadóttir, 6.3.2008 kl. 10:20
Ekki spurning, Heidi.
Sigríður Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.