Snjóskýin þjóta...

.... svo ótt og svo ótt í Eyjum.  Systir í Eyjum er á leið út að moka...í annað sinn í dag.  Var búin að moka bílinn sinn út úr miklum skafli í morgun, en dró heldur í land, eftir að hún sá að búið var að skella "Vatnajökli" á BrekastíginnW00t.  Ætlar samt að fara aftur út núna, því fyrrum tengdapabbi hennar braust yfir "Vatnajökul" til hennar í morgun, og uppgötvaði svo að hann hafði læst sig úti.  Svo hann er orðin barnapía hjá systur.  Systir lítið fyrir að láta smá "snjóskafla" upp á 10 metra á hæð, trufla sig við dagleg störf, tala ekki um á "sunnudögum"LoL.  Húsfreyja reyndi að benda systur á, að alveg mætti sleppa einum "sunnudagsbíltúr" með peyjana, og hundurinn yrði bara að sætta sig við "göngutúr 30 centimetra" út í næsta snjóskafl, en systur varð ekki hnikað.  "Þoli ekki svona, og hef enga eirð að bíða eftir að hann fari úr 30 metrum á sekúndu niður í 20 metra, ÆTLA út að moka"LoL!  Húsfreyja er með fingur í kross, og vonar að systir verði ekki úti í veðrarham þessum.

  Sjálf man húsfreyja veturinn '68, líklega, í Eyjum.  Þá sendi almættið okkur Eyjamönnum hressilega snjókomu eina nóttina.  Botnlanginn í Grænuhlíðinni fylltist af mannhæðarháum snjó, svo ekki varð komist út úr húsum, nema með öfluga skóflu að vopni.  Og þá ekki lengra en út að ruslatunnu, því allt var á kafi í snjó.  Þvílíkir dýrðardaga fyrir okkur krakkana.  Snjóhúsabyggðir spruttu upp í kringum öll heimili, með löngum göngum og rangölum.  Snjóþotur og sleðar voru einu farartækin sem komust um, og við renndum okkur þúsund ferðir niður "Hosshól" og veltumst um í sköflum, milli þess sem brjálaður snjóboltaslagur braust út.  Enginn skóli, því ekki gekk vel að moka snjónum burt, þar sem snjómoksturstæki voru fá í Eyjum bernsku minnar.  Mmmm.. þá elskaði húsfreyja snjóinn.  Rauða snjóþotan hennar var "eðaldýrgripur" sem þeyttist niður brekkur, flaug í loft upp yfir smá hóla og lenti með skelli í snjósköflunum.  Svo var legið á bakinu í snjónum, þegar myrkrið skall á, og við krakkarnir horfðum upp í stjörnubjartan himininn.  Óskuðum okkur við hvert stjörnuhrap, og urðum "agnarsmá" frammi fyrir dýrð alheimsInLove.  Góðir tímar, góðar minningar.

  Vona að veðrið gangi niður hjá systur, er líða tekur á daginn.  Og að kannski glitti í eins og eina og eina stjörnu, hjá henni með kvöldinu.  En hún verður þá sjálfsagt búin að moka "Vatnajökli" burt af Brekastígnum "einsömul"Devil!  EKKERT mun hindra ferðir hennar á morgun!  EKKERT!

  Seig systir í EyjumInLove.


mbl.is Vont veður í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Stundum sakna ég þess að geta ekki farið í göngutúr með snjó upp fyrir haus, vel klædd í lopapeysu og með lambhúshettu, hér á Skáni er sjaldan snjór, en þess meiri rigning og þoka.

Knus

Heiður Helgadóttir, 6.3.2008 kl. 10:22

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Bið systur að senda þér hálfan "Vatnajökul" með hraði.

Sigríður Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband