Þrumuveður í húsbónda.

  "Þrútið loft og þungur sjór"...orti skáldið.  Og verra er sálarveðrið bónda míns um þessar mundir.  Uppáhaldið hans, miðdóttirin, hún Tinna er farin að starfa við tískuheiminn í Kína.  Stúlkan er bráðfalleg og vel að slíkum störfum komin, en hæfileika til að skipuleggja ferðir til útlanda hefur hún ENGAWhistling

  Í gærkveldi um réttum 12 tímum fyrir boðaða mætingu á Leifsstöð, lá mín elskulega stjúpdóttir í rúminu, með hita.  Verið með einhverja sýkingu í gangi undanfarna viku, en hafði ekki gefið sér tíma til að leita til læknis.  Hún hafði ekki hugmynd um hvenær að morgninum hún átti að fljúga.  Hún var ekki búin að plana hvernig hún kæmist út á flugvöll ( á hvorki bíl né hefur bílpróf).  Var ekki búin að redda "pin-númeri" á kortið sitt, svo hún gæti tekið peninga út af því erlendis, hún var ekki búin að redda sér peningum til að kaupa sér smá gjaldeyri....ætlaði að fá lán hjá EINHVERJUM.  Var ekki búin að sjúkdóma-eða farangurstryggja sig.  Var ekki byrjuð að PAKKA NIÐURPinch.  Faðirinn tapaði sér.  Og TAPAÐI sér.  Rauðsvartur reykjarmökkurinn stóð 25 kílómetra upp af honum, úti á sólpalli, er hann ræddi við sína yndislegu dóttur í símanum.

  Húsfreyja bölvaði í hljóði heimsku sinni, að hafa ekki komið sér upp "neyðarkitti" ef bóndinn fengi slag af æsingi.  "Það er þá bara að hnoða og blása" hugsaði hún.  "Og láta þá stuttu hringja í 112".

  Klukkutíma seinna var húsbóndi rokinn með Tinnuna á læknavaktina, þar sem hún var snarlega sett á sýklalyf.  Faðir og bróðir lánuðu svo peningum fyrir gjaldeyri (þarf meðal annars að borga far í rútu í Kína og ferðast með henni einhverja 200 kílómetra.), og bóndinn dreif sig á fætur upp úr klukkan fimm í morgun og keyrði fegurðardísina á Leifsstöð.  Var svo komin til baka um klukkan 8.  Og eitthvað að ná að slaka á aftur.

  Við litla manneskjan, skelltum okkur hinsvegar í fjörið fyrir austan fjall, um hádegisbilið, svo bóndi gæti sofið og hvílt sig.  Þar sólskin og blíða.  Mútta og systir báðar á leið út að skemmta sér í kvöld, svo Henný og Heimir voru barnapíur.  Systur stranglega bannað að koma heim fyrr en upp úr klukkan 3, í nótt.  Hún þá að hugsa um, að klára að laga bílskúrinn að utan, ef hún kemur eitthvað fyrr heimDevil.

  Við mættum svo aftur í borgina við sundin bláu, um átta í kvöld, húsfreyja og sú stutta.  "KRASSTJÚBANG!!  Eldingu laust í stofugólfið er við komum inn....og svo dúndrandi þruma á eftir.  Bóndi í ham.  "Bara verð að redda mér "neyðar-hjartaslags-kitti" , hugsaði húsfreyja.  Kötturinn lá lúpuleg með eyrun þétt að höfðinu uppi á sófabaki.  Gjóaði grænum augum skelfingu lostin á bónda, og reyndi að sjá hvort óhætt væri fyrir hana að heilsa ferðalöngunum.

  "Eitthvað að frétta" spurði húsfreyja hressilega.

  "Stelpan er með vitlaust VISA inn í Kína, og lendir áreiðanlega í vandræðum í tollinum þar"Angry, kom svarið eitrað af pirringi.

            "KRASSTJÚBANG"!   THUUUUNDER!!

  Jaso.  Húsfreyja er mikið glöð í hjarta sínum, að sú stutta er aðeins 7 ára.  Á langt í tvítugsaldurinn og unglingakæruleysið.  Verður gott ef bóndi skellir henni ekki á ættleiðingarskrá upp úr 15 ára aldri....svona að fenginni fyrri reynsluW00t.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Turetta Stefanía Tuborg

Veistu mikið skil ég hann bónda þinn vel.Ég hef sko lent í svipuðu.Hann sonur minn er ekki beint með forgangsröðun á hreinu og svo þarf mamma að redda hlutunum og mikið óskaplega getur kellingin verið þreytandi þegar hún er að leggja lífsreglurnar.

Það fást sjálfvirk hjartastuðtæki hjá  Fastus Síðumúla 16.Bara svona ef þú hefur áhuga

Turetta Stefanía Tuborg, 2.3.2008 kl. 00:18

2 Smámynd: Turetta Stefanía Tuborg

Það er svo spurning hvort það væri ekki vissara að setja eldingavara á heimilisfólkið og köttinn...

Turetta Stefanía Tuborg, 2.3.2008 kl. 00:20

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  FASTUS...hjartastuðtæki....er að skrifa niður, Turetta.  Verra þetta með eldingavarann!  Ekki víst að hann fáist á litla Fróni, þar sem þrumur og eldingar eru sjaldgæfir gestir.....nema auðvitað innandyra.

Sigríður Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 12:05

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Eins gott að kunna fyrstu hjálpina á ykkar heimili, var að velta fyrir mér hvort að erfitt sé að gefa ketti fyrstu hjálpina

Heiður Helgadóttir, 6.3.2008 kl. 10:26

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Ooooo kisa bjargar sér, Heidi.  Á jú 9 líf!

Sigríður Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband