29.2.2008 | 18:06
Fyllerí minninganna.
Það er sem mig hefur lengi grunað. Áfengi eyðir ekki erfiðum minningum, heldir deyfir aðeins sársaukann tengdum þeim, tímabundið. Enda ef, vondu minningarnar hyrfu eftir eitt ærlegt fyllerí, þá væri engin ástæða til að detta í það aftur. Væru þá líklega mun færri alkóhólistar í henni veröld í dag.
Þar fyrir utan skapa margir sér erfiðar minningar á fylleríum, svo það að detta hressilega í það reglulega, er einn massívur vítahringur frá upphafi til enda. Og endar margur maðurinn fullur eða rallhálfur upp á hvern dag, til að deyfa erfiðar minningar tengdum slæmum fylleríum. Jamm, Bakkus er erfiður húsbóndi. Blekkir, slævir og rænir lífsgleði.
Samt finnst húsfreyju notalegt að fá sér eitt rauðvínsglas með mat, lítinn bjór á föstudegi eða eitt lítið staup af góðum konulíkjör. En hún "þarf" þess ekki. Getur látið það vera, getur látið það eftir sér. Er vel meðvituð um "alkagenið" í ættinni, og hversu ógnarhratt allt fer á versta veg, ef Bakkusi er leyft að taka völdin. Og svo, af því að húsfreyja er að reyna að vera svolítið "heilsusamleg" og vistvæn, þá lætur hún fylgja með, að efni þau sem eru notuð við gerjun vína, eru ekki það besta sem maður getur ofan í sig látið.
En svo hefur húsfreyja verið að jafna sig af astmaskít og pestaróáran, og lagðist í ljóðabækur sínar. Og hér er eitt í tilefni af hvítri jörð og snjóugum himni:
Tvenn spor í snjónum
Gatan er auð og allt er kyrrrt og hljótt,
og enginn stjarna lýsir kvöldsins höll.
Sem bleikir skuggar rísa fjarlæg fjöll.
Fram undan blundar hafið þungt og mótt.
Og mjöllin, mjöllin hnígur hægt og rótt.
Og hvert sem augað lítur fellur mjöll.
Og hvítum svefni sefur borgin öll.
Í svefni gengur tíminn hjá í nótt.
En eins og hvíta, mjúka mjöllin vefur
moldina frá í júní, þannig sefur
í draumi tveggja hjarta horfið vor.
En langt að baki liggja tveggja spor.
Svo langt, svo langt! Og bráðum hyljast sjónum
tvenn spor, sem liggja langt að baki í snjónum.
Tómas Guðmundsson.
Góðar snjóstundir.
Drukkið til að muna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég hef fengið alveg nóg af svona mönnum sem drekka til að gleyma.......en er með einn svoleiðis í biðstöðu.en ef það er hægt að muna eftir fylliríi þá hefur verið gaman.man eftir t.d. kinnbeinsbroti....glóðar auga ...og öllum þjóðhátíðunum.ekki bara eftir ljósi á himninum eins og einn sem var að fara heim af þjóðhátíð...sjáumst systir.
arny (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 18:56
Jamm, einn á ævi hverri ætti að vera meira en feyki nóg, systir góð.
Hmmmmm....skemmtileg glóðaraugu....o jæja, því ekki það!
Sigríður Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 19:09
þarf nú ekki að hafa áhyggjur af Bakkusi og viðurkenni að það er ljúft að geta fengið sér lítið rauðvínstár þegar það á við.
Fallegt ljóðið sem þú regur fram eftir uppáhaldið mitt hann Tómas
Guðrún Jóhannesdóttir, 1.3.2008 kl. 00:12
Jamm, sammála þér um rauðvínið, Guðrún. Svo er það líka gott fyrir hjartaheilsuna, svona í hófi.
Tómas er einn af mínu uppáhaldsskáldum, og góður fyrir sálina þegar veikindi herja á.
Sigríður Sigurðardóttir, 1.3.2008 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.