Þetta er bara fallegt.

 

          Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys,

          hnígur að ægi gullið röðulblys.

          Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd,

          og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd.

          Ég er þreyttur, ég er þreyttur,

          og ég þrái svefnisins fró.

          Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró.

 

          Syngdu mig inn í svefninn ljúfi blær.

          Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær.

          Draumgyðja ljúfa, ljá mér vinarhönd,

          og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd.

          Ég er þreyttur, ég er þreyttur,

          og ég þrái svefnsins fró.

          Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró.

                                              Forster/Jón frá Ljárskógum.

 

  Vildi að þið gætuð heyrt raddir pabba heitins (Sigga á Eiðum), Gríms Þórðarss. og Ingvars í Skógum syngja þetta lag þríraddað saman, inni í ykkur eins og ég.  Það var "GRAND"InLove.  Svona  unaðsleg gæsahúð að hríslast niður eftir bakinu, lengi á eftir að söngurinn þagnaði.  Góð minnig sem er mín að eilífu, og allra þeirra Eyjamanna, er gáfu sér tíma að staldra við og hlusta á þá félaga syngja saman á Þjóðhátíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég hef örugglega heyrt pabba þinn synja þetta lag einhvern tíman.

Amma mín María sögn þetta lag mikið og systur pabba taka það alltaf .egar .ær koma saman og nú er ég byrjuð að synja..........

Solla Guðjóns, 28.2.2008 kl. 19:19

2 identicon

eyjalögin alltaf vinsæl.ertu að lagast af pestinni?

arny (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 20:22

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, Solla, var eitt af hans uppáhaldslögum, svo vel getur þú hafa heyrt hann syngja það, á góðri stund í Þorlákshöfn.

  Jú, takk fyrir systir góð, astmaskíturinn er eitthvað að rjátlast af mér.  Næ orðið andanum bísna vel.  En Báran er komin með "Svöluveikina".....

Sigríður Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband