Döðruðu og dönsuðu....

..sig beina leið í fangelsið.  Þeir eru í vondum málum ef á þeim finnast "rauð rósablöð" eða hjartalöguð ValentínusarkortPinch !  Og svo er næsta víst að hinir réttsýnu, framfarasinnuðu og hóglátu heittrúarmenn Sáda, fari að skikka unga menn í "líkpokabúninga", búrka og alles.  Að ganga um í "ósiðlegum" fatnaði og daðra við stúlkur, er bara ekki eitthvað sem "ungir menn" þurfa á að halda í henni Sádí.  Og það í sjálfri Mekka.  NEI!  Drjúpa höfði skulu þeir, spenna greipar, fara með hljóða bæn til Allah í auðmýkt og þakklæti, er þeir mæta "ungum konum"  (þó það sé mér alveg hulið HVERNIG þeir vita að þær eru UNGAR, allar klæddar sömu "augnagluggabúningunum"Grin ), og þakka honum að hafa þær svona vel "dressaðar"Wink .  Jamm, ekkert daður,  engir rauðrósaglæponar, dans eða Valentínusarkort skulu viðhafast í henni Sádí.  Þar er gott að búa og lífgleðin er allsráðandi, í eilífri sælu Allah.  Amen.
mbl.is Handteknir fyrir að daðra við stúlkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jamm, Einar!  Sammála þér.  Gæti verið "amma gamla"......

Sigríður Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 13:58

2 identicon

Já svona er þetta.  Þetta er eins og feministarnir, það má ekki örvast kynferðislega vegna kvenna, það er móðgun og misnotkun á konum og ekki þeim samboðið.  Ég segi bara fyrir mig að ég finn fyrir skömm ef ég örvast kynferðislega vegna konu. Sko þá er ég að tala um að örvast án þess að nokkur verði var við það í umhverfi mínu.  Þessari skömm get ég "þakkað" feministum.

Robert (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 14:57

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þetta hefur verið mjög ósiðsamlegt, ekki skrítið að löggan kom

Heiður Helgadóttir, 23.2.2008 kl. 16:50

4 identicon

Mér þætti gaman að sjá viðbrögð fólks ef þetta hefðu verið konur...

Þá væri allt brjálað

Jón Ingvar (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 17:22

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Eru feministar eitthvað að hrekkja þig, Róbert minn?  En þetta eru allt ljúfar konur upp til hópa, sem vilja það eitt að, konur njóti sömu virðingar og réttinda og karlar.  Kannski þú verðir að flýja til Sádí, ef í hart fer?  Hef fregnað að þar sé lítið um feminista......

  Jammm, Heidi.  Hefði verið fróðlegt að berja hinn "ósiðlega fatnað" ungu mannanna augum, þarna í Sádí.  En siðalöggan þeirra sjálfsagt fyrir löngu búin að "brenna" þau.....

  Mig rennir í grun, Jón Ingvar, að hefðu ungar konur verið þarna á ferð, myndu þær ekki kemba hærurnar.  Öllu líklegra að þær fengju að gista fangelsi Sáda, fram á sitt dánardægur!

Sigríður Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 18:18

6 identicon

Já það er mjög líklegt, og mjög sorglegt...

Ég var nú meira að tala um í fjölmiðlum og svoleiðis

Jón Ingvar (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 20:03

7 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, Jón Ingvar, þú meinar þá hvort viðbrögðin hefðu verið harkalegri?  Gæti trúað því.  En þau eru þá í réttu hlutfalli við framgang Sáda gagnvart konum yfir höfuð.

Sigríður Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 20:12

8 identicon

Já Sigríður feministarnir eru mikið að hrekkja mig og flesta karlmenn.  Feministarnir hér á íslandi refsa okkur íslensku karlmönnunum fyrir syndir einhverja araba.  Kolbrún Halldórsdóttir fór nú til Sádi Arabíu minnir mig í fyrra og sleikti upp furstana með slæðu á hausnum og þorði ekki að minnast einu orði á ójafnrétti kynjanna við þessa menn í landi þar sem virkilega er þörf á að bæta rétt kvenna.  Nei heldur flýtti hún sér til íslands og las yfir okkur körlunum hér, og allur feministakórinn kóaði með og eftir sátum við karlanir með sárt ennið, já við karlarnir sem finnum allt upp hér á þessari jörð fyrir ykkur konurnar td, verkfræði, stærðfræði, bíla, flugvélar, þvottavélar, hitaveitukerfi svo ykkur verði ekki kalt, sjónvarp, internetið og meira að segja bloggið sem þið eruð að skrifa á er fundið upp af okkur körlunum.  Já mér finnst þetta of langt gengið hjá feministunum, jafnrétti á íslandi er til fyrirmyndar og ég vil að feministar beiti kröftum sínum þar sem virkilega er þörf á, eins og td. í mið austurlöndum.

Staðreyndir, því miður:

Hvers vegna fá konur völd í heiminum mætti spyrja?  Það er vegna þess að karlar leyfa það, konur munu aldrei fá meiri völd en karlar leyfa.

Karlar geta tekið öll völd af konum hvenær sem er og gert þær totally valdalausar á heimsvísu.

Í stríði verða konur fullkomlega valdalausar á einni nóttu.

Við karlmenn deyjum fyrir ykkur konurnar.  Við berjumst til síðasta blóðdropa til að verja ykkur.

Male shauvinism is wrong and so is feminism.

Róbert (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 23:58

9 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þakka þér pistilinn, Róbert.  Leitt að þú skuli vera svo svekktur út í konurnar.  Erum mæður, systur, kærustur og makar ykkar karlanna.  Berum óskipta virðingu fyrir því sem þið gerið vel, og erum stoltar af ykkur.  Vona svo sannarlega að það séu góðar konur í lífi þínu líka. 

  En við erum líka þokkalega klárar í kollinum, konurnar, getum gagnrýnt það sem okkur þykir miður hressilega, og staðið upp í hárinu á hverjum þeim er vill troða á okkur og okkar skoðunum.  Annars held ég að þið karlarnir bæru ekki virðingu fyrir okkur, eða væru jafn stoltir af okkur, og þið iðulega eruð.

  Völd eru ekki allt, Róbert.  Og að standa í stríði vegna valda, er bara heimskulegt, að mínu mati.  Svo þú mátt eiga völdin, ef svo ber við.  En "samvinna" um góða hluti í þjóðfélögum er nauðsynleg, og þar komum við konurnar sterkar inn.  Þetta með að allt sé frá körlum komið, læt ég liggja milli hluta, því þar veit ég að konur hafa einnig komið að málum.

  Gangi þér allt í haginn.

Sigríður Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 00:15

10 identicon

Takk Róbert, ég hef dýpri skilning á því hve misjafnt fólk getur verið eftir lesningu athugasemda þinna. 

Ánægður með þá yfirvegun og þroska sem þú sýnir í þínu svari Sigríður. 

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 00:31

11 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þakka þér Gunnar.  Veit að þessi mál eru viðkvæm, og stundum erfitt að ræða.  En virðing og yfirvegun í samskiptun okkar kvenna og karla, skila oft bestum árangri.

  Þakka innlitið.

Sigríður Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 10:37

12 identicon

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir :)

Mus-limur (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 13:56

13 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Margt verra en það, Mus-limur, ef nóg er að bíta og brenna!

Sigríður Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 14:39

14 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 24.2.2008 kl. 20:20

15 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  þakka ,Guðrún.

Sigríður Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband