Málin rædd.

 

"Mamma, Guð býr ekki til vonda menn"?

"Nei, það gerir Guð ekki".  Húsfreyja annars hugar.

Í miðjum blaðalestri.

"Mamma, af hverju eru sumir menn þá vondir"?

"Mennirnir hafa frelsi til að velja; að vera góðir eða vondir".

"Af hverju vilja þá sumir vera vondir, mamma"?

"Hjálpi mér, hugsar húsfreyja, "komin á bólakaf í

heimspekilegar vangaveltur".

"Jú, sjáðu til" segir húsfreyja, "sumir menn eru alltaf í

eilífri keppni.  Vilja vera fyrstir og bestir í öllu, eða

eiga sem mest af öllu, en vilja samt meira.  Er alveg sama

þó þeir séu vondir við aðra, til að fá það sem þeir vilja.

  Og aðrir menn hafa lent í erfiðleikum og liðið illa,

og eru reiðir út í allt og alla, og vilja í sífellu vera að ná sér

niðri á öðrum".

"Mamma, hvað er að ná sér niður á öðrum"?

"Ná sér NIÐRI á öðrum, gullið mitt".

"Það er að hefna sín á öðrum og láta þeim líða illa,

jafnvel þó þeir eigi það alls ekki skilið".

-ÞÖGN góða stund.-

"Maður þarf ekki alltaf að vera að keppa, mamma.  Og ekki

alltaf að vera fyrstur heldur, því þá er þetta ekki lengur leikur".

"Það segirðu satt, ljósið mitt".

"Mamma, það er ekki gott að vera vondur eða reiður, þá

líður manni svo illa".

"Já, það er rétt.  Manni líður best þegar maður er

glaður og góður"!

Sú stutta hverfur á braut, og húsfreyja reynir að fá einhvern botn í heimsmálin og les áfram blöðin.

"Mamma, sjáðu!  Ég ætla að senda ömmu þetta". 

Hún er komin með fallega mynd af teiknimyndafígúru,

með risastórt, rautt hjartaHeart.

Á blaðinu stendur:

AMMA ER BEST.

KVEÐJA BÁRA.

Bréfið fór í póst med det samme, og er komið til skilaInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Hvað þetta er nú sætt hjá litlu dúllunni, að senda ömmu svona fínt hjarta

Heiður Helgadóttir, 21.2.2008 kl. 16:41

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, og amman varð virkilega kát að fá svona "hjartnæman" póst!

Sigríður Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 18:39

3 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Þetta var fallegt

Svala Erlendsdóttir, 22.2.2008 kl. 19:15

4 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Hún Bára er virkilega klár stelpa, ég er eiginlega alveg orðlaus stundum yfir allari þessari visku! Alveg dýrka hana

Kristín Henný Moritz, 23.2.2008 kl. 02:43

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Jamm, hún frænka þín litla er alveg að rúlla múttu sinni upp, hérna á heimilinu!  Verð að fara að kaupa inn alfræðiorðabækur, heimspekibókmenntir og fleiri orðabækur, ef hún á ekki alveg að reka mig á gat.

Sigríður Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 12:40

6 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Takk fyrir Svala.

Hún er sífellt að koma mér á óvart, sú 7 ára!

Sigríður Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband