12.2.2008 | 19:29
Gönguþreyttir skuldarar.
Ansi yrðu margir á "göngu" á þjóðvegum litla Fróns, ef þessi lög yrðu tekin upp hér. Gott ef ekki yrði að "helluleggja gangstétt" meðfram þjóðvegi eitt
! Verra væri við þetta að eiga á veturnar, því fjöldi manns yrði hreinlega "úti" á labbinu! Sér í lagi ef bévítans veðravítin sækja okkur heim, eins ört og í vetur. Hætt við að fólksfjölgun yrði hverfandi, og skortur á fólki til starfa enn tilfinnanlegri en nú. Færi allt í tjón og tjöru. Svo ég mæli með því að Frónbúar fái að hafa sína bíla friði, þó skuldahali þeirra nái tvo hringi í kringum landið
!
Bíllinn hirtur fyrirvaralaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.