6.2.2008 | 21:31
Húsfreyja í Uppsölum.
Ekki komist út fyrir hússins dyr í tvo daga. Ljósið á bænum, Bára Guðlaug, náði sér í eina herlega ælupest í fyrradag, með hitamyglupest og alles. Er fölari en Addamsfjölskyldan, og augun á floti eins og drukknar endur á polli. Byrjaði fjörið strax um hálfáttaleytið í gærmorgun, og tók húsfreyja heimsmet í 50 metra hlaupi, slag í slag, með gráa ruslapoka fulla af ælugromsi! Þess á milli hálffyllti hún hitapokann af heitara vatni, sem síðan var settur á maga þeirrar stuttu, vatt kaldan þvottapoka á ennið, og sótti vatn til að skola munninn. Var sérlegur DVD-stjórnandi prinsessunnar, og reyndi að fá hana til að drekka einn og einn sopa af vökva.
Eftir að hafa sofnað í 1 og hálfa klukkustund, gaf sú stutta það út, að sér væri batnað! Je...ræt! Ælupest í 4 klukkustundir, er bara ekki stíll þeirrar stuttu, þegar magapestir eru annars vegar. Húsfreyja er mun vanari 2-5 "sólarhringum" í slíkar hremmingar, með dóttsluna. En ljósið á bænum lét sig ekki, þrátt fyrir bévítans endurnar á bullafylleríi í augunum, og "bara smá" magaverk! Og hún borðaði McDonaldshammarann sem pabbinn kom með heim í kvöldmatinn, af bestu lyst.
Þegar hún svo kríuhvít óskaði eftir "hitapoka" með sér í rúmið um hálftíuleytið, fékk húsfreyja kvíðahnút í magann. Á slaginu hálfeitt var sú stutta sest upp í rúminu...."mér er svooooo illt" grét hún. Svefndrukkinn skakkalappaðist húsfreyja fram úr að sækja gráan ruslapoka. Var rétt komin fram í búr, þegar ..."Ég þarf að GUBBA strax.. svo hlaup og öskur, og húsfreyja komst nógu snemma fram í eldhús til að sjá sjónvarpsholið fyllast af "hammaraspýju" ala McDonalds, og síðan enn hressilegri ælu spýtast yfir hvítu motturnar á baðherberginu, baðkarsflísarnar, veggina og skápana. Síðasta gubbinu náði sú stutta að skella að mestu utan á og ofan í salernið. Húsfreyja lagði vonleysislega frá sér gráa ruslapokann, náði í skúringafötu, sápuvatn og handska og hóf að skúra sig eftir sjónvarpsholinu fram á baðherbergið. Sú stutta hresstist vel af að losna við gumsið, fór í hrein náttföt, skolaði munn vel og skreið inn í bólið. Klukkustund seinna var húsfreyja búin að þrífa og tryggja það að "hammaraþrjóturinn", sem hafði sig ekki hrært úr rúminu þó vakandi væri, myndi ekki renna á ælu og hálsbrjóta sig á leið til vinnu um morguninn.
Húsfreyja græjaði svo heitan hitapoka á þá stuttu, og gráan ælupoka og skreið inn í rúm. Hammaraskúrkurinn þóttist steinsofa...jeræt! En húsfreyja vakti í heila klukkustund eftir púlið, glaðvakandi og upprifin.
Í dag er ljósið á bænum heldur betri. Enn hitavella, en bévítans fyllerísendurnar hafa skammast heim til sín, með mergjaða timburmenn. Húsfreyja þorði samt lítið að gefa þeirri stuttu að borða, því hún er enn með "vægan" magaverk. Og pabbinn í leiknum, hafði "fullan skilning" á málinu, og kom með "pizzu" heim í kvöldmatinn.........! -Dæs- Þá er að byrgja sig vel upp af þeim "gráu" fyrir nóttina.
Athugasemdir
Sigga Þú ættir að setja á undan svona færslu..........VARÚÐ FÆRSLAN ER EKKI ÆTLUÐ KLÍJUGJÖRNUM
éG ER SVO KLÍJUGJÖRN AÐ ÉG
Annars knús á þig.
Solla Guðjóns, 6.2.2008 kl. 23:30
Uss, svona ælupestir eru ekker grín, vona að prinsessan sé búin að ná heilsu, og geti fengið sér eins og einn hamborgara án uppkasta.
Kram Heidi
Heiður Helgadóttir, 7.2.2008 kl. 09:13
Sorry, Sollan mín. Er hjúkka og fyrir mér eru svona hlutir "daglegt brauð"....ekki í bókstaflegri meiningu samt.
Heidi, takk fyrir. Prinsessan er öll að koma til, þó hún sé með hitavellu og smá verk neðarlega í maga. Hefur verið "ælufrí" í rúman sólarhring, svo næsta víst að "McDonaldshammarar" verði fljótlega aftur á óskalista hjá henni! Ekki samt víst að húsfreyja geti litið þá máltíðina réttum augum, um ókomna tíð !
Sigríður Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 12:53
Ég vona svo sannarlega að þið mæðgurnar séuð búnar að jafna ykkur eftir þessi óskp.
Annars ná ég til að læða að einni svona ælusögu.Þú byrjaðir !
Þannig var að ungur drengur hafði fengið að gista hjá afa og ömmu.Amma þurfti að bregða sér af bæ og afi lagði sig með litla kút sem var eitthvað slappur. Þegar hann fer svo að kúgast ætlar afi að vera snöggur að hlaupa með hann fram á bað.Þegar þeir eru komnir fram á parketgólfið í holinu kemur gusan.Afi missti fótanna í spýjunni skall utan í vegg og tók með sér stóran blómavasa sem brotnaði þannig að sá gamli skarst illa á handlegg.Hann vafði tusku um handlegginn en gekk illa að stöðva blæðinguna sem var verri vegna þess að hann var á blóðþynningu.Það má svona rétt ímynda sér hvaða sjón blasti við ömmu þegar hún kom heim.Strákurinn jafnaði sig fljótt en afi mátti eyða nokkrum dögum á spítala.
Turetta Stefanía Tuborg, 7.2.2008 kl. 13:08
Má ég til,átti þetta að vera
Turetta Stefanía Tuborg, 7.2.2008 kl. 13:10
Takk fyrir góða sögu, Turetta. Ekki viljað vera í sporum ömmu, þegar hún kom heim! Ekkert grín að vera afi á blóðþynningu, þegar svona hremmingar steðja að.
Sigríður Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.