Dómararæfill með röng heimilisföng!

  Vandræðagangur er þetta.  Yfir 1,4 hekt. af landi.  Og vill nú dómari fá guðina Ram og Hanuman í dómsal sinn.  En getur svo ekki boðað þá, því hann hefur ekki "rétt" heimilisföng guðannaLoL.  Ætli hann hafi eingöngu sent "bréfin" á hofin, sem standa á þessum 1,4 hektörum af landi?  Veit ekki betur en guðir þessir séu dýrkaðir í hofum vítt og breitt á Indlandi, svo það er víða sem "heimilisföng" þeirra er að finna, ef út í það er farið.  En ég hélt annars að guðir ættu ekki "heimili" á jörðu, og að því síður ættu þeir "fasteignir" á jörð.  Hvernig í ósköpunum fara Indverjar að því að innheimta "fasteignagjöldin", ef guðirnir eiga þarna annan hvern hektara?  Eða eru guðirnir stikkfrí í fasteignagjöldum, rétt eins og blessaðar kýrnar eru stikkfrí til átu á borðum Indverja?  Jamm, fasteignadeilur eru aldrei einfaldar.  Og séu guðirnir orðnir stórir pólar í þeim bransa, flækjast málin meir og meirW00t

  Heppin!  Hún ég.  Að vera ekki dómari í Indlandi.


mbl.is Guðir hindúa boðaðir í dómsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband