Illa farið með góðan hákarl!

  Man enn þá stund er ég fékk að smakka hákarl í fyrsta sinn.  Stóð með pabba sáluga niðri í köldu geymslu í Grænuhlíð 20 í Eyjum.  Mútta mín stóð tvo metra frá, frammi á gangi, með systur mínar veinandi af angist yfir vondri lykt af hákarlinum. Pabbi snöflaði í sig bita, og systur mínar skræktu af viðbjóði og hrylltu sigSick .  Mamma hló dátt, og fékk sér bita sjálf, systurnar flúðu upp í kjallaratröppur, en ég 8 ára, kyngdi ótt og títt:  "Gefðu mér bita, pabbi".  Hah, nú skyldu litlu systur sko sjá hvers ég var megnugGrin .  Og pabbi skar bita af hákarlinum illalyktandi og kasúldna, ég greip fyrir nefið og skellti honum í mig.  Og svei mér ef hann bragðaðist bara ekki mun betur, en ég hafði búist við.  Og bað um annan bitaCool !  Hef borðað hákarl með bestu lyst síðan.  Ætli þetta sé ekki í genunum að geta borðað þetta góðmeti?
mbl.is Gordon Ramsay ælir íslenskum hákarli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband