29.11.2007 | 15:34
Málið er í vinnslu í nefnd!
Aldraðir eru að mínu mati allra manna skattpíndastir og tekjuskertastir hér á litla Fróni. Þegar þú mátt ekki vinna þér inn smáaura í hálfu starfi, á verkamannalaunum, án þess að plokkað sé í lífeyrinn þinn, þá segir það mér, að eitthvað mikið er að! Mútta mín er nýbúin að fá smá hækkun á líeyrir, eftir að launatengingarmörk voru hækkuð, en þá segjast þeir hjá ríkinu hafa "ofreiknað" henni aðrar bætur, og eru nú að plokka hækkunina af henni þrefalt til baka. Mútta er alveg rasandi, og er búin að grátbiðja þá kerfismenn að "ofreikna" ekki á sig frekari bætur. Og er henni þá gert að "áætla" á sig tekjur fyrir 2008, svo það gerist ekki aftur. Situr nú mútta yfir "spákaffibollum" og reynir að sjá hvort laun verkalýðsins muni hækka eitthvað að ráði á nýju ári, og ætlar að panta tíma hjá mergjuðum "Tarotspila-spákarli", og athuga hvort þeim beri ekki saman um útkomuna
! Nei, í alvöru! Hvernig í ósköpunum á ellilífeyrisþeginn, hún mútta mín að hafa tök á þessu? Ef hún Jóhanna Sigurðard. þarf ekki rækilega að dusta út skít og spillingu í þessum málum. Og þýðir ekkert að láta málin gutlast og morkna niður í nefndum árum saman. Hér verður að taka til hendinni. Og nefndarfólk "verður" að vinna sína vinnu, eða segja upp nefndarstörfum öðrum kosti. Verður allavega að vera hægt að ráða hæfara og vinnusamara fólk í nefndarstörf, þegar upplausn og uppgjöf blasir við, hjá fólki sem ekki ræður við eða hefur takmarkaðan áhuga á starfinu.
Staða öryrkja og aldraða bætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.