28.10.2007 | 17:55
Og heimsbyggðin varpar öndinni léttar..
..... eftir að hafa fengið staðfestingu á þessum líka "stórfréttunum". Tala ekki um alla 17 ára "hreina sveina", sem veltast um í sótsvartri örvæntingu, yfir ástandi sinna "hreinu" mála. Nei, halló! Í alvöru. Hvert er gildi og mikilvægi þessarar fréttar, fyrir það fyrsta? Og í annan stað er "heimildarmaðurinn" áreiðanlegur? Leikari í samkeppni við DiCaprio um hlutverk í kvikmyndum þar vestra. Eða vantaði Crowe bara smá athygli frá heimspressunni? Og því skyldi alheimur yfirhöfuð vilja vita af svona málum? Skipta þau sköpum í sögu mankyns? Þetta er bara fyndið!
Var hreinn sveinn 17 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er undir 'Fólk' á Mbl.is .. Hversu mikið gildi og mikilvægi þarf fréttin?
Jóhann Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 19:32
Til dæmis eitthvað smá slúður um nýju kvikmyndina þeirra saman, hefði verið "nýrra" efni, og hefði gefið fréttinnni meira vægi að mínu mati.
Sigríður Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 20:24
Ég gat nú ekki annað en hlegið þegar ég las þessa frétt, það er nú mesti munur að það skuli vera búið að fræða okkur um þessa staðreynd!
Huld S. Ringsted, 28.10.2007 kl. 21:18
Já, Huld, viss um að okkur líður mun betur, að hafa þetta mál á hreinu.
Sigríður Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 21:22
Já, var í grínstuði, og þessi "frétt" lá vel við höggi.
Sigríður Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 14:25
Solla Guðjóns, 29.10.2007 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.