23.10.2007 | 17:31
Skelfilegar náttúruhamfarir.
Eyðileggingarmáttur eldsins er ógurlegur og skelfilegur í senn. Eyðir öllu sem á vegi hans verður, og eirir engu. Hef sjálf lent í náttúruhamförum, þar sem jarðeldar brenndu bæði bernskuheimili mín niður í frumeindir sínar, og skil því vel vanmátt þeirra sem berjast við eldanna í San Diego. Bálarok og þurrkar gera þeim svo enn erfiðara fyrir, og mannslífin verða að ganga fyrir í björgunarstörfunum. Þetta er lífsreynsla sem íbúar Suður Kaliforníu gleyma seint, og þarf að hlúa vel að fólki sem tapar heimilum sínum í eldunum.
Steinunn Ólína: San Diego lömuð vegna skógareldanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.