Skandall.

  Hvernig í ósköpunum fór hið breska heilbrigðiskerfi að klúðra "heilli mannsævi"?  Og það á tuttugustu öldinni.  Hér á öldum áður, voru til dæmi þess að fólk "festist" árum saman á geðsjúkrahúsum.  Og jafnvel fyrir það eitt að hnupla sér smáræði í matinn.  En þetta með hana Jean Gambell finnst mér alveg með ólíkindum.  Og hún var "saklaus" í ofanálag.  Og faðir hennar fékk hana ekki leysta út, vegna þess að um hana "fundust ekki pappírar og skýrslur" sem þurfti til.  Ef konan var ekki þjófur og ekki geðveik, á hvaða forsendum ætli hún hafði þá verið höfð inni á breskum geðsjúkrahúsum "heila mannsævi"?  Ef engir voru pappírarnir eða sjúkraskýrslur.  Passaði hún svona vel við "innréttingar" geðsjúkrahúsanna, eða fyllti hún upp í innlagnar-"kvóta"?  Var hún ein af "þægilegu sjúklingunum" sem ekkert þurfti að hafa fyrir, nema auðvitað að það varð að gæta þess að hún væri vel og vendilega "læst inni"?  Ég verð alveg rasandi bálill þegar ég les fréttir sem þessar, og sanna fyrir mér enn og aftur að "kerfið" getur orðið höfuðóvinur mannsins, ef ekki er vel að gætt.  Og nú verða Bretar aldeilis að taka til hendinni, og rannsaka hvað fór úrskeiðis.  Í RÚM 70 ÁR!
mbl.is Frelsuð eftir 70 ára vist á stofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki bara bretar, Kompás á þriðjudaginn.

Guðmundur Þórarinsson (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Óhuggulegur skandall...

Solla Guðjóns, 22.10.2007 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband