15.10.2007 | 20:02
Gigtarkastið.
Skruppum austur fyrir fjall, ég og sú stutta, í vísiteringu til múttu og systur. Mútta, nýkomin úr Eyjunum, var í óðaönn að hafa uppi á þvottahúsi sínu, en systir hafði fengið mergjað gigtarkast í fingur, og svo magaskitupest í ofanálag. Litla liðið var hinsvegar í brilliant góðum gír, og tók róluvöllinn í roki og rigningu, milli þess sem "Jarðskjálfta-1,2,3,4,5-Dimmalimm" var leikinn í borðstofunni
. Voru jú 5 stykki á aldrinum 5-9 ára, svo mikið fjör var í leiknum. "Sá í neðra" var sestur að í tölvuræksni múttu, meinar öllu heimilisfólki aðgang að netinu, svo hún pirraði sig enn meir en venjulega yfir "týnda" þvottahúsinu
. Systir rjátlaði um, með tusku í hendi og reyndi að halda í horfinu eftir "Dimmalimm-liðið"! Fór að rifja upp, að ég hafði hér á yngri árum, átt vanda til að fá slæma bólgu í einn lið á litla fingri. En þar er systir einmitt með arga slæmsku núna, svo hún er í versta basli með að brúka höndina. Man eftir mér sirka 19 ára í kulda og bleytu í frystihúsinu, með helauman litla fingurinn, og svo aftur á Gjörgæslunni á Landakoti, nokkrum árum síðar. Og nokkuð mörgum árum seinna í Keflavík, nokkur ár í röð líklega 1990- 1995. En þá ráðlagði ein góð kona mér að taka "Þorskalýsi", 4-6 perlur á dag. Það væri svo góð "smurning fyrir liðina"! Hef síðan snöflað í mig Þorskalýsinu, og ekki fengið "eitt" gigtarkast í liði í fingrum. Ekki eitt! Hafði reyndar alveg gjörsamlega gleymt að ég baslaði með þennan kvilla í litla fingri hér á árum áður. Og gott ef ég hef ekki "logið" til um ástæðu þess, að ég tek hressilegt magn af Þorskalýsi á hverjum degi, líka
. Var hreinlega búin að gleyma liðagigtinni. Fór þó á sínum tíma til gigtarlæknis, sem úrskurðaði mig með króníska liðagigt, þetta myndi líklega breiðast út í aðra liði, og að ég yrði að gæta mín á kulda og vosbúð. Skrifaði upp á einhver bólgueyðandi lyf, sem ég viðurkenni að ég leysti aldrei út
. Tók bara mitt Þorskalýsi. Og finn hvergi fyrir gigt, nema smá millirifjagigt af og til, á köldum vetrum. Svo ég sagði systur að fara í einum hvínandi hvelli niður í einu matvöruverslun staðarins, og versla sér stóran stauk af Þorskalýsi. Athuga hvort þetta svínvirki ekki jafnvel á hana, og á mig. Aldrei að vita. Erum komnar úr sömu "genasúpunni", systurnar, sakar ekki að prófa
.
Athugasemdir
OHH vildi að ég hefði byrjað að taka lýsi fyrr.....þrátt fyrir lýsi og omega syt ég uppi með liðagigt og vefjagigt já og fyrst ég er að kvarta "fótaóeirð"á hæsta stig líka.
Var einmitt að pæla hvort þetta væri ekki bíllinn þinn hérna fyrir handan einmitt á meðan skjálftanum stóð...nee djók fann engan skjálfta.
Solla Guðjóns, 16.10.2007 kl. 11:01
Jamm, takk fyrir það Sollan mín. Lýsi er að mínu mati góð hjálp mörgum gigtveikum. En við flest tökum sjálfsagt ekki nógu mikið af því (2 perlur smotterí, þegar gigt er annars vegar) dags daglega! Hefurðu farið til hennar Matthildar heilpraktiker, vegna fótaóeirðarinnar? Spurnig hvort þú sért að koma þér upp einnhverju óþoli fyrir mat eða einhverju öðru? Hjálpaði mér með "bólufaraldur" í andliti á gamals aldri. En er mjög umsetin! Margra mánað bið....en þess virði.
Sigríður Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 19:39
Alveg hissa að þú skyldir missa af "jarðskjálftahrinunum"!
Sigríður Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.