12.10.2007 | 10:45
Pólítískir kærleikar.
Allt er gott sem endar vel! En merkileg eigi að síður atburðarás þessi, og sjálfsagt ekki allt komið upp á yfirborðið enn. Ein djúpvitur öldruð kona á mínum vinnustað, sagði í morgun: "Eru í "sandkassaleik" ennþá, þarna hjá borginni. Og kallar sig samt fullorðið fólk". Svo glotti mín, og sagði "..en svo er líka farið að styttast í næstu borgar- og sveitastjórnarkosningar"! Og þar með var hún farin í hárgreiðslu.
Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi féllust í faðma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta var farið að hljóma eins og klámmynd fréttaflutningurinn af þessu öllu:þreifingar og fallist í faðma!!
Huld S. Ringsted, 13.10.2007 kl. 11:12
Sammála, Huld. Enda málið allt hið dularfyllsta, miðað við "allan kærleikinn", faðmlögin og þreifingarnar.
Sigríður Sigurðardóttir, 13.10.2007 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.