Enn ein veiran.

  Ekki eru það góðar fréttir af heilsufari fólks, í okkar herlega málgagni, um þessar mundir.  Er enn að reyna að jafna mig eftir hrollinn sem ég fékk, er ég las um "heilaétandi amöbur" vestan hafs í Bandaríkjum Ameríku, um daginn.  Og nú eru Breti einn við dauðans dyr, eftir moskítoflugubit í Bandaríkjunum Ameríku, á ferðalagi sínu þar.  Og nú heitir sjúkdómurinn "austurríkja- hestaheilabólga", og er afar sjaldgæfur.  Og hér duga engar "nefklemmur" eins og við "heilaétandi amöbunum", hér ertu nánast dauðans matur ef þú ert bitinn af flugu er ber þessa veiru.  Mér flaug í hug, að ansi væru þeir Bandaríkjamenn óheppnir að búa í landi þar sem "heilaétandi amöbur" lifa í vötnum, og "austurríkja-hestaheilabólguberandi" moskítóflugur sveima um loftið.  Er næstum eins og mig fari að renna í grun, að mengunarvarnir mættu meiri vera í landi þessu og umhverfinu betur sinnt.  En hvað veit maður?  Kannski eru þessi "kvikindi" vaðandi uppi um öll lönd og allar jarðir.  Jafnvel einhver slatti af "heilaétandi amöbum" syndandi út í drullupollinum, úti á bílaplani hjá mér. Brrrrr......massívur hrollurPinch .
mbl.is Í dái eftir moskítóbit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þetta er sko ekki geðslegt  

ætli þessi moskítófluga hafi nokkuð sloppið af einhverri tilraunastöð? 

halkatla, 9.10.2007 kl. 14:43

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Óhuggulegt er það

Solla Guðjóns, 9.10.2007 kl. 14:50

3 identicon

þessar heilaétandi amöbur höfðu bara drepið 6 manns í ár (og það var "veruleg fjölgun"). 6 tilfelli af 300milljón manns getur varla talist mikil hætta, fréttin hljómaði pínu eins og áróður gegn gróðurhúsaáhrifum en ekki alvöru viðvörun. Veit ekki hversu algeng þessi veira er, einn Evrópumaður af hvað mörgum?

Ásdís (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 15:32

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, óhuggulegt er það, og hvað veit maður!  Sleppur ekki alltaf "einhver ófögnuður" af rannsóknarstofum, sem við fáum minnst að vita af, Anna.  (Enn ein samsæriskenningin).  Þú verður að fyrirgefa, Ásdís.  Er hjúkka og er "heilaþvegin" af starfi mínu, þar sem hvert "mannslíf skiptir máli".  Svo mér fannst auðvitað 6 manns ógurleg tala.  En er auðvitað í prósentum af 300 milljónum, núll og nix, þó ættingjar þeirra látnu séu því sjálfsagt innilega ósammmála.  Veirur eru hinsvegar snöggar að dreifa sér, þegar út í það er farið, og ekki gott til þess að vita að moskítóflugur geti borið þetta í menn.  Svo gróðurhúsaáhrif, mengun eða jafnvel "slys" á rannsóknarstofum, allt þetta má skoða.  Ef orsök skyldi vera hægt að finna.  En finnst því miður allt of sjaldan.  Þá er bara áskorunin að reyna að finna lækningu, út frá því sem við höfum, svo einfalt er það.

Sigríður Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband