6.10.2007 | 21:26
Skarpur skattmann.
Hef átt í skondnum samskiptum við okkar eina og sanna "skattmann" okkar Frónbúanna, undanfarna daga. Því herlegur endurskoðandi okkar hjónaleysa (enn EKKI skráð í sambúð....eftir 11 ár) var eitthvað "utangátta" fyrr á árinu og GLEYMDI að skila inn minni margflóknu skattaskýrslu. Samkvæmt skattmann er ég því orðinn "erkibófi og mergjaður skattsvikari" fyrst skattaskýrslan mín kom ekki inn, ( í annað skipti á 27 árum) og á mig skellt 700.000 króna álagningu med det samme. Ég auðvitað kærði málið, og eftir ítarlega og nákvæma athugun, fékk ég "lækkun" hjá skattmann á álagningunni. Verð eigi að síður að greiða skattmann tæpar 60.000 krónur, vegna "ofgreiddra barnabóta" (af því að ég er ENN skráð EINSTÆÐ móðir með ÓFEÐRAÐ barn, gerist sú endemis vitleysa á hverju vori). Ég vildi þá fá að vita afhverju "vaxtabætur" mínar væru ekki teknar upp í það ruglið eins og venjulega að hausti. Jú, kom svarið. Það er af því að maðurinn minn hefur hækkað það mikið í launum, að MÍNAR vaxtabætur hafa lækkað. AHA! sagði ég. "Af hverju fær hann þá ENDURGREIÐSLU upp á rúmar 40.000 krónur núna? spyr ég. "Við erum jú samsköttuð". "Okkar vaxtabætur saman hafa alltaf dugað fyrir þessari barnabótavitleysu"! Önnur ræða um barnabæturnar og svo "ég skil þetta ekki alveg, en svona kemur þetta nú út"!!! Þar hef ég það! SVONA KEMUR ÞETTA ÚT! Djúpvitur, skilmerkileg og upplýsandi svör skattmanns hræra mig djúpt. En eitt gott kom út úr þessum fjögurra símtalaskemmtilegheitum við skattmann og hans kóna. Við hjónaleysin eygjum þá von að fá okkur skráð í SAMBÚÐ, innan skamms. Einn ríkisstarfsmaðurinn missti það út úr sér, að við yrðum að "MÆTA SAMAN" niður á Hagstofu til að óska eftir "sambúðarskráningu"! Ekki nóg að gera það í sitt hvoru lagi, eins og við höfum verið að "dunda" okkur við árlega í 11 ár. Svo nú förum við sem værum við með "rakettu í óæðri endanum" niður á Hagstofu eftir helgi og látum skrá okkur í SAMBÚÐ "saman", í einum hvínandi hvelli. Áður en Haarderinn lætur leysa Hagstofuna upp, og skella henni undir eitthvert ráðuneytið....að öðrum kosti í "ósambúð" um ókomna tíð, því ráðuneytin setja bara málin í NEFNDIR....og þau veltast þar "árum saman"!
Athugasemdir
Endemis vitleysa er þetta ! En greinilegt að smáaletrið hefur ekki ratað til þín frá RSK.
En í 1 mg 12 gr reglugerð nr 990/2001 er fjallað um skiptingu vaxtabóta en þetta er jú líka spurning um samsköttun, sambúð og þh....
Ég hefði nú sagt við skattinn....hvernig færðu þetta út ! og skv hvaða reglugerð eða lögum og svofr.
En svo hefði ég líka tekið endursk. á beinið og spurt hann nokkurra vel valdra spurninga.
Gangi þér vel í þessu Sigga mín þetta er alltaf leiðinlegt en tekst að lokum.
Kristín (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 16:00
Takk Stína mín.
Þetta er alveg með ólíkindum. Því miður kann ég ekki að spyrja svona....samkv. hvaða reglugerð osfr. Verð kannski að bjalla í þig vinkona, ef ég held áfram að vera "uppáhalds rugludallur skattmanns", einstæð í sambúð með feðrað eða ófeðrað barn.....fer eftir því hvort hann blæs að norðan eða sunnan hjá þeim þarna í kerfinu okkar. Er alltaf á leið í kaffið....!
Sigríður Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 17:30
Heyrðu mín kæra ég er komin með nýja kaffikönnu á líka nokkrar tegundir af kaffi. Svona komdu nú !!
Kristín (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 20:33
Þið þurfið að fá ykkur annan skattamann, og kannski er ekki svo vitlaust að láta skrá sig í sambúð,svona ráð frá einni sem að ekki er í sambúð. Besta kveðja Heidi
Heiður Helgadóttir, 9.10.2007 kl. 09:16
Það er kominn tími til að einkavæða þetta batterí til að fá smá samkeppi og þjónustulund!
Júlíus Valsson, 9.10.2007 kl. 17:21
Jú, Heidi. Nú verður sko"skrásett"! Júlíus, ég er sammála. Kerfið er orðið ægifornt og þungt í vöfum. Enda benti hver á annan er ég hringdi, og fjögur símtöl urðu þetta hjá mér. Held að hægri höndin viti ekki lengur hvað sú vinstri gerir, þegar kerfið er annars vegar.
Sigríður Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.