11.9.2007 | 16:21
Rekin!
Hva? Enginn "starfslokasamningur"?
Og það eftir 18 ára velgengni í starfi. En "skipulagsbreytingar" eru greinilega góð afsökun til að reka konur úr starfi "billega", á meðan að karlkynsframkvæmdarstjórar fá þar með "stóra vinningin" upp á einhverjar milljónir í vasann!
Elínu Gestsdóttur sagt upp störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Skipulagsbreytingar" er annað orð yfir það þegar dregið er saman seglin í fjármálum fyrirtækja og ráðist á launahæstu starfsmennina og aðrir ráðnir í staðinn fyrir helmingi minni pening. En hvað veit ég.....
eikifr (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 17:05
"karlkynsframkvæmdarstjórar" Er eitthvað að þér? Þetta lýsir nokkuð gáfnafari þínu. Þetta snýst nánast aldrei um kyn! Ég þekki atvinnurekstur það vel...
Logi (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 18:57
Jamm, eikifr. Góð athugasemd. Takk fyrir hana. Get ekki sama sagt um þína, Logi. Finnst hún lýsa "þínu gáfnafari" nokkuð vel. Og þetta litla orð "nánast"? Væri ekki best ef hægt væri að sleppa því alveg, þegar jafnrétti milli kynja ber á góma?
Sigríður Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 19:05
Gott að til eru undartekningar frá reglunni, Óskar. Hlægilegt að fá bitra kommenta frá fólki sem ekki vill viðurkenna að við eigum ennþá langt í land með jafnrétti kynjannna.
Sigríður Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 20:42
Takk fyrir þetta, Sófus. Flott komment. Ekki held ég því fram að konan hafi verið órétti beitt með uppsögninni. Heldur tók ég eftir því að hún hafði gegnt góðri stöðu innan fyrirtækisins í 18 ár, og ekki talað um að neinn hefði undan henni að kvarta, heldur væri eingöngu um skipulagsbreytingar að ræða. Sá ég þá í fréttinni að ekkert var rætt um neitt annað en uppsagnarfrest, hvergi um starfslokasamning, eins og algengt er orðið hjá fólki í háum stöðum. Svo ég gerði lauflétt grín að þeirri staðreynd. Því ég er ekki pottþétt á, að karlmaður í hennar stöðu, hefði fengið slíka uppsögn frá störfum, í okkar þjóðfélagi í dag. En hver veit. Kannski er það líka til.
Sigríður Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 21:26
Þetta orð "skipulagsbreytingar" er orðið ofnotað ef atvinnurekandi vill losna við starfkraft
Huld S. Ringsted, 11.9.2007 kl. 22:24
Sammála, Huld!
Sigríður Sigurðardóttir, 12.9.2007 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.