Í öllum regnboganslitum.

  Vissulega eru litir regnbogans "eina og sanna" fagrir, en það er ekki þar með sagt að við þurfum að "éta þá"!  Eða að drekka.  Enda hef ég aldrei látið litfagra orkudrykki inn fyrir mínar varir.  Og ég hugsa með hryllingi til allra Kók- og Appelsínudrykkjanna, sem ég innbyrti í ómældu magni á yngri árum.  Hvað þurfum við með öll þessi litar-og rotvarnarefni í matvælum og drykk?  Ekki er það myljandi heilsusamlegt, samkvæmt þessari rannsókn Breta.  Ekki bæta þau bragðið!  Hmmmm... kannski er bara verið að horfa til framtíðar.  Svona eftir 1000-2000 ár,  í framtíðinni, þegar fornleifafræðingar fara að grafa okkur upp.  Verðum sjálfsagt "vel varðveitt" lík í öllum regnbogans litum, með skrokkinn fullan af "rotvarnar- og litarefnum"Devil !  Verðum skráð í fornleifasöguna sem skrítna fólkið á 20. og 21. öldinni, sem hóf "smurninguna innanfrá" í LIFANDA LÍFILoL .
mbl.is Aukaefni í matvælum ýta undir ofvirkni samkvæmt rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís

heyr heyr, ég er alveg sammála!

Hafdís, 7.9.2007 kl. 09:31

2 Smámynd: Solla Guðjóns

hæ Sigga mín...

Viltu kíkja á síðuna mína og helst kommenta eitthvað því ég ætla að koma þessu í umræðuna.

Kveðja Solla

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband