Hálfur sannleikurinn?

  Ekki góðar fréttir.  Mikið af öldruðum einstaklingum nota lyfið Rivotril, inni á öldrunarstofnunum.  Er ágætis kvíðastillandi lyf, rétt notað, í litlum skömmtum, og þar er þörf einstaklings fyrir lyfið metin reglulega.  Að taka lyf í of stórum skömmtum, er alltaf vont mál.  Og drekkir þú vín eða notir önnur sterk lyf, með of stórum skömmtum af Rivotril, er voðinn vís.  Á þetta einnig við mörg önnur lyf en Rivotril.  Gullna reglan er því sú, að gefa einstaklingi með sögu um vímuefnanotkun eða ofdrykkju, sem "minnst af lyfjum".  Því þeir finna alltaf ráð til að misnota þau og komast í vímu.  Eftir yfir 20 ár í hjúkrun, er ég alltaf hallast meira "frá" lyfjum, sem góðum lausnum við mörgum kvillum.  Í lagi að nota sparlega í stuttan tíma, til að fleyta sér yfir erfiðasta hjallann, en síðan fara af stað og hugsa "hvað get ÉG gert til að láta mér líða betur"!  (Er ég hér ekki að tala um fólk með lífshættulega sjúkdóma eins og t.d hjartasjúkdóma, krabbamein, sykursýki og fleira, sem "þarf" á sínum lyfjum að halda, til þess eins að lifa af. )  Því það er iðulega ótal margt sem fólk getur gert til að bæta sína eigin heilsu.  Maður vanmetur svo oft "sjálfan sig", þegar heilsan bilar, og fer út í það að treysta í blindni á læknana og pillurnar.  Fékk sjálf smá astma fyrir nokkrum árum.  Og eftir fyrsta sterakúrinn, spurði ég sjálfa mig akkúrat þessarar spurningar:  Hvað get ég gert til að láta mér líða betur?  Kom mér þægilega á óvart hvað möguleikarnir voru margir, og margt sem ég gat gert sjálf.  Hef aðeins fengið tvo sterakúra við astma mínum, á þessum 12 árum með sjúkdóminn, og aldrei þurft að leggjast á sjúkrahús vegna hans.  Er krónískur sjúkdómur, ég "læknast" aldrei, og verð aldrei alveg astmafrí!  En ég er sátt við það, og hef lært að lifa með þá vitneskju, án þess að gefast upp.  Þekki minn astma og kann að halda honum í lágmarki, af því að ég kenndi mér það SJÁLF!  Og ég nota engar "pillur" til þess!!  Á eitt púst sem ég nota, þegar ég fæ kvefpestir 3-4 sinnum á ári, annars ekki á neinum öðrum astmalyfjum!  Þurfti auðvitað að lesa mér ógrynni til, leita eftir leiðum, velja og hafna, þegar ég vann í þessu, en ég held að útkoman hafi bara verið ágæt fyrir mig.
mbl.is Síbrotamenn misnota nær allir lyfið Rivotril
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband