Sumarfrí, sleppt'ekki því...

  Var á minni  "síðustu" vakt fyrir sumarfrí í gær.  Kvöldvaktarlæknaneminn ætlaði aldrei að mæta, til að leysa mig af.  Mætti loks 20 mín. of seint.  Gleði.  Gaf mitt rapport og rótaði mér út með hraði.  Brá mér svo í 30 afmæli elstu dóttur sambýlismanns míns, og þaðan beina leið í garðinn hennar frænku í Kópavogi.  Tókum tengdó með í garðinn, því annan eins unaðsreit er vart hægt að finna undir sólinniGrin.  Frænka er systir pabba heitins, og hún hefur ásam manni sínum ræktað þennan garð í tugi ára, enda margverðlaunaður fyrir fegurð.  Tengdamamma átti varla orð yfir alla dýrðina, en hún er sjálf í blómarækt fyrir norðan, þó veður þar sé oft sólarsnautt og úfið við hana.  En föðursystir er ekki bara í blóma-og trjárækt á fullu, heldur hefur hún verið í myndlistar- og handíðaskóla fyrir eldri borgara undanfarin ár.  Gerir listaverk úr gleri, málar, teiknar og hvað ekki.  Skellti sér í námið rúmlega 77 ára gömul, og er nú á níræðisaldri, og lætur hvergi deigan sígaCool.  Þvílík elja og atorka.  Ég hreinlega varð að setjast niður eftir rölt um garðinn hennar frænku, og hvíla mig.  Var orðin úrvinda á að "hugsa um" alla vinnuna að baki garðsinsSleeping.  Segi ekki annað, að ef ég hef svona "helming" af orkunni hennar frænku á níræðisaldri, þarf ég ekki að hafa áhyggjur af ellinni.  En næsta víst er, að ég verði ekki ofan jarðar, eftir áttrætt, því flestir mér nátengdir hafa kvatt þennan heim upp úr 77 ára aldri.  Svo kannski að ég verði þá að sleppa myndlistar-og handíðaskólanum fyrir eldri borgara, en ef ég get ræktað mér smá unaðsreit úti á sólpalli á sumrin, er það ekki slæmtLoL.

  Erum svo á leið austur fyrir fjall, ég og sú stutta.  Þar er mikið frændsystkinalið, öll á aldrinum 5-8 ára, og mín dóttir dýrkar þau öll!  Var að fá herbergið sitt málað, sú stutta.  Faðirinn sá um að mála, en ég sótti málningu á "málningabarinn" í Bykó.  Hafði litla manneskjan valið "ljósgulan" lit á móti ljósbleikum á herbergið, og hafi einhver reynt að mála "kolbláan" vegg (stíll ala fóstursonurinn) ljósgulan, þá hefur hann áreiðanlega krossbölvað hressilega líkt og bóndi minnPinch.  Ég var hinsvegar búin að tryggja mér sæti á "barnum" í Bykó, fór 3 ferðir slag í slag eftir "meira af gulri málningu"!  Karlarnir í málningunni að verða mínir bestu vinir, en höfðu mestar áhyggjur af því að kerlingarhróið, sem greinilega ekkert kunni á málningu, væri einstæð móðir, og færi að fara á hausinn á öllum þessum málningarkaupumTounge.  En "ljósgrængulur" varð veggurinn fyrir rest, og þar við situr.  Minn maður HÆTTUR að mála!

  Þorlákshöfn næst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

já hún er ótrúleg þessi gamla frænka þín, mættu fleiri taka hana sér til fyrirmyndar. Kallarnir í Byko hafa verið komnir með dollaramerkið í augun þegar þú mættir hahaha

Huld S. Ringsted, 22.7.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, Stella frænka hefur aldrei verið mikið fyrir að fylgja fjöldanum.  Fer sínar eigin leiðir, og kennir manni ýmislegt í leiðinni.

  Ójá.  Voru mjög ánægðir með myljandi sölu, herrarnir á málningarbarnum.  Er viss um að þeir mæli mikið með þessum "kolbláa" lit við unglinga. Sjái fram á glæsta framtíð í málningasölu, þegar þarf að fara að mála yfir!  Og svo til að halda málningarsögum áfram, þá ætlar litla frænka, 8 ára að flytja í eitt "unglingaherbergið" hér austan fjalla...þegar búið er að mála "dökkfjólublátt og dökkgrænt" herbergið "ljósgult"!  HVAÐ ANNAÐ!  Systir mín sér sína sæng útbreidda, og að hún fái "barstólinn" minn í málningadeild Bykó í arf!

Sigríður Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband