20.7.2007 | 13:34
Ótrúleg mannvonska.
Hryllingur er að lesa slíkar fréttir. Enn meiri hryllingur að faðir og föðurbróðir skuli fremja þennan verknað. Hvar er væntumþykjan og elskan til dóttur sinnar og frænku. Virðingin fyrir lífi hennar? Virðingin fyrir frelsi hennar, skoðunum og þeim lífsstíl er hún kaus sér? Fyrir manninum sem hún valdi sér, sem lífsförunaut? Hvaðan kemur öll þessi heift og hatur út sitt eigið barn? Sína eigin frænku? Er siðblindan alger? Hvaða "sæmd" er í því að láta nauðga og misþyrma sinni eigin dóttur, og síðan drepa? Er það Guði þeirra þóknanlegt? Mér flökrar, verður illt og djúp og sár sorg nístir mig yfir örlögum þessarar ungu stúlku.
Dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir sæmdarmorð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já þetta er óhugnalegt!!
Huld S. Ringsted, 20.7.2007 kl. 14:09
Erum við Íslendingar ekki reiðubúnir til að bjóða þessa trúarhópa velkomna inn í landið okkar?
Allt frá haustdögum og fram að Alþingiskosningum vorum við Frjálslyndir á dauðalista hins umburðarlynda fólks vegna aðvörunarorða okkar. Við töldum, og teljum enn að samfélag okkar hafi enga þekkingu né reynslu til að bregðast við svona geggjun.
Það sýnir líklega mikinn samfélagsþroska að tala um rasisma þegar bent er á að menningarheimur þessa fólks er okkur framandi.
Umskurður stúlkubarna, og eftir atvikum ungra stúlkna! Ærumorð!
Yrðu ekki umburðarlyndu Íslendingarnir ægilega glaðir ef innflytjendur frá þessum menningarheimum settust að á stigaganginum hjá þeim? Og þegar þeir væru nú búnir að fá ríkisborgararéttinn kæmi upp sú staða að þessar fjölskyldur byðust til að ættleiða stúlkubarn úr fjölskyldum "umburðarlyndra"?
Synjun hlyti að flokkast undir rasisma.
Árni Gunnarsson, 20.7.2007 kl. 15:05
Vissulega höfum litla sem enga þekkingu á samfélögum þar sem feður láta misþyrma og drepa dætur sínar, vegna "vansæmdar"! Er mér með öllu óskiljanlegt, að minnsta kosti. Ekki má samt gleyma, að mjög margir islamatrúar fordæma þessi "sæmdarmorð" einnig. Og eiga lítið sammerkt með öfgahópum þessum, nema grunninn að sínum trúarbrögðum, þ.e. Múhameð spámann, Kóraninn og Allah. Og því erum við í bévítans basli með að vita hverjir eru öfgamenn og hverjir ekki. Er þannig rétt að setja alla undir sama hatt, og loka fyrir alla islamatrúa inn í landið? Eða gefum við þeim tækifæri, sem vilja betra líf og frið við Guð/Allah og menn? Okkar ríkisstjórn þarf að setja skýrar og greinagóðar reglur, sem tryggja réttsýni og öryggi í innflytjendamálum. Bæði innflytjendum og okkur Frónbúum til góða.
Sigríður Sigurðardóttir, 20.7.2007 kl. 17:16
Um þetta nákvæmlega snýst málið. Við verðum að undirbúa samfélag okkar vandlega áður en við hleypum öfgahópum inn í okkar land. Einu gildir um hvaða hópa er að ræða. Það koma óhjákvæmilega upp árekstrar rétt eins og í nágrannalöndum okkar. Þá þurfa að vera til staðar skýr lög og vinnureglur fyrir þá sem að málinu koma.
Engum er greiði gerður með því að setja upp helgisvip og bjóða alla velkomna með brosi á vör. Standa síðan ráðþrota og fórna höndum þegar upp koma vandamál.
Árni Gunnarsson, 20.7.2007 kl. 22:15
Já, erum þarna þó komin að kjarna málsins, Árni. Enginn vill fá heiftuga öfgahópa inn í lönd sín, sem gjarnan misnota sér grandaleysi annarra þegna. Því þarf skýr lög og réttlátar vinnureglur til að fara eftir frá yfirvöldum, því of seint er að bregðast við eftir að "barnið er dottið í brunninn"! Þarna er ég þó svo sannarlega sammála þér!
Takk fyrir gott innlegg!
Sigríður Sigurðardóttir, 20.7.2007 kl. 22:27
Sendi þér bros og hlátur inn í daginn, eigðu góðan dag.
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2007 kl. 15:22
Þúsund þakkir fyrir það, Elín! Sendi þér gleði og hlýju inn í þinn dag. Elskulegt að fá svona kveðju.
Sigríður Sigurðardóttir, 21.7.2007 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.