12.7.2007 | 16:53
Svefnleysi eða "uppvakning"?
Þyrfti að gera alveg "sér könnun" á svefnleysi kvenna sem "vakna upp" með andfælum um miðja nótt, við það að ótæplega er "sagað í eldinn" við eyru þeirra. Það er við "HROTUR"!
Á mjög gott með að sofna, sef yfirleitt með ágætum, nema þegar sambýlismaður minn nær að velta sé á bakið, og upphefur hrotutónleika mikla "ala skrúðgöngutónlistin 17. júní"
. Ég oftast þá stödd í undurfögru draumalandi, og er að bisast við að fá svör við lífsgátunum, þegar ósköpin dynja yfir. Upplifi ég þá í draumum mínum mikla jarðskjálfta, og hrekk svo upp! GLAÐVAKNA! Verð að fara að bjástra við að koma karli mínum á hlið, og svo að reyna að sofna aftur sjálf. Og það gengur oft fjandi illa. Vaki 2-3 klukkustundir, áður en að svefninn miskunnar sig yfir mig aftur. Og þá eru oft10 mínútur í að fara á fætur og til vinnu. Og til starfa fer ég, geyspandi, svefnvana og þreytt
! Sinni öllu mínu, næ í dótturina á leikskólann eftir vinnu, skelli í eina þvottavél, raða upp úr uppþvottavél, hengi út þvott, spjalla við þá stuttu, sópa og elda kvöldmatinn. Brýt saman þvott yfir sjónvarpsfréttunum, blogga kannski smá, og svo er ég bara búin á því og farin inn í rúm. Hendir svona eina nótt af hverjum 8, þetta hrotustand á karli mínum, en kemur líka stundum fyrir tvær nætur í röð! Upplifi mig alltaf sem "draug upp úr öðrum draug" þessa daga eftir glataðan svefn! Svona utan við mig og utangátta...aðeins til hægri og á ská. Finn til dæmis tómt mjólkurglas inn í ísskáp, og mjólkurfernuna í vaskinum þegar ég kem heim úr vinnu
! Skrifa langan innkaupalista fyrir Bónusferð, og er svo alveg rasandi hvað skal kaupa þegar þangað kemur. Minnismiðinn liggur á eldhúsborðinu heima.....að sjálfsögðu
. Og svo framvegis. En ég neita því að ég þjáist af svefnleysi! Ég þjáist af "uppvakningu"
!
Konur þjást fremur af svefnleysi en karlar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góða helgi
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 13.7.2007 kl. 17:40
Já, og takk sömuleiðis!
Sigríður Sigurðardóttir, 13.7.2007 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.