9.7.2007 | 17:51
Breiðarvíkurhjónin í góðum málum.
Langar að hrósa þeim ágætu hjónum í Breiðavík, Keran Ólason og Birnu Atladóttur. Þrátt fyrir mikla neikvæða umfjöllun um staðinn í fjölmiðlum í vetur, hafa þau ekki gefist upp. Þau reka þar gistiheimili, enda margar náttúruperlur að finna á þessu landssvæði. Leitt þótti mér að lesa í Fréttablaðinu, að þau hefðu fengið hótanir um líkamsmeiðingar, í kjölfar umfjöllunar um Breiðavíkurdrengina. Þessi hjón eiga heiður skilinn fyrir að nýta húsnæði þetta, á jákvæðan hátt, umbreyta erfiðri orku staðarins þar með, koma henni í góðan farveg og veita ferðaþjónustu í leiðinni. Þau eiga enga sök á ljótum atburðum fortíðar, og út í hött að hóta þeim líkamsmeiðingum, fyrir það eitt að reka gistiheimili með skuggalega fortíð. Og einnig finnst mér það gott mál, hvernig þau hafa tekið á móti þeim, er viljað hafa sækja staðinn heim, til að takast á við erfiðar tilfinningar, eftir að hafa upplifað þar ömulega vist. Allir verið velkomnir. Breiðarvíkuratburðirnir eru ljótur blettur á þjóðarsálinni, og hann svíður sárt. En að ráðast gegn saklausu fólki, hvers eini glæpur er að "eiga staðinn" sem hinir hörmulegu atburðir gerðust á, er ekki rétta leiðin til að taka á málinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.