5.7.2007 | 17:54
Dómskerfi í sumarfríi eða einskær tilviljun?
Merkilegt dómskerfi hér uppi á litla Fróni, og margir dómar stórfurðulegir. Mætti halda að það færi eftir árstíðum, hve þunga refsingu þú getur fengið fyrir líkamsárás. Refsing er nánast núll og nix á sumrin, þegar fáliðað er af starfsfólki í dómshúsum og fangelsum (45 dagar "skilorðsbundnir"), en svo koma fangelsisdómar upp á einhverja mánuði eða ár á haustin og veturna. Eða er kannski bara einstök "tilviljun" að svo mildilega var tekið á málum í þetta sinn. En krampar teljast aldrei góðs viti á mínum vinnustað, og oft merki um alvarlega hluti að gerast í höfði. Svo ég hefði ekki talið árásarmanni það til tekna, að hafa orsakað krampa hjá fórnarlambi sínu. Þvert á móti! En skilorð varð það! Vona bara að gerandi sé ekki á leið á aðra Þjóðhátíð í Eyjum! Lögregla þeirra Eyjamanna má þá aldeilis vera á tánum
!
Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás á Þjóðhátíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.