5.7.2007 | 17:18
Sorgarsaga frá Indlandi.
Mikil kvöð og fjárhagsleg pína er þessi heimamundur, sem verður að greiða með stúlkum er þær giftast, þarna á Indlandi. Fátækar fjölskyldur standa engan vegin undir þessari þungu byrði, fæðist mikið af stúlkubörnum inn í hana. Og svo hefur maður jafnvel fregnað, að telji Indverskir tengdaforeldrar stúlku, að ekki hafi verið greitt nóg með henni, verði hún bara skyndilega "dauðveik" og látist langt fyrir aldur fram. Nú eða látist af "slysförum". Getur þá sonurinn náð sér í nýtt kvonfang, og annan heimamund. Eru lin Indversk stjórnvöld, að hafa ekki tekið hart á þessu máli. Er ekki nóg að setja lög um, að ekki þurfi að greiða heimamundinn, heldur verður líklega að "banna" hann alfarið, og sekta þá er fara fram á að hann sé greiddur. Á meðan að þetta viðgengst án refsingar, verða lítil nýfædd stúlkubörn áfram grafin lifandi á Indlandi, því fjölskyldur þeirra hreinlega hafa ekki efni á að brauðfæða þau og seinna meir borga með þeim heimamund. Sorgarsaga, og það á 21 öldinni.
Ungabarn grafið lifandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.