3.7.2007 | 20:34
Neyðarleg villa, þetta með börnin!
Hefði mátt halda að hinum ofurstressuðu Spánverjum væri meinilla við börnin sín
. En gott að svo var ekki, enda hinu snjöllu blaðamenn Moggans búnir að kippa þessu í liðinn. En meinleg villa eigi að síður. Er annars ágætis hugmynd hjá hinum blóðheitu Spánverjum. "Stresslosun" fer að verða algert "must" í mörgum þjóðfélögum. Var búin að fregna af svipuðu háttalagi hjá Japönum, tel ég. En þar hafa Japanir útbúið hin herlegustu eldhús af dýrindis leirtaui. Svo má hinn arfastressaði Pétur eða Páll (Chang eða Lee) koma og "rústa" leirtauinu, af lífsins nautn og grimmdarlegri ánægju
. Gegn gjaldi að sjálfsögðu. Eitthvað hlýtur allt þetta leirtau að kosta. Er nú að safna mér fyrir ferð til Japans...
.
Óvenjuleg aðferð til að draga úr streitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.