25.6.2007 | 18:28
Alveg dæmalaus frétt.
Enda frá Ameríku, landi frelsis og lýðræðis, en ekki alltaf landi "skynsemi og hógværðar"
. En ég gleðst innilega fyrir hönd CHUNG-hjónanna, að hafa unnið málið. Ella hefðu þetta orðið dýrustu brækur, sem um getur í sögunni. Eitthvað veltist enn fyrir mér sú "misvitra" ráðstöfun, að gera Pearson þennan að dómara í sjálfri Washingtonborg. Virðist vera eitthvað bévítans hallæri á góðum mönnum í dómarastöður þarna
. Og svo eru launin líkast til þrælslega "léleg", fyrst að Pearson hefur ekki efni á að eiga eigin bifreið. Þarf að "leigja" sér bíl bara til að komast með brækurnar sínar í hreinsun. Ætli að hann fari ekki með strætó eða lest í vinnuna, ræfils dómarinn. Og ekki er hann í góðum málum með brækurnar sínar, fyrst að vera án einna bróka, í "eina viku", setur allt í tjón og tjöru hjá honum. Kannski átti hann bara þessar einu...
.
Fær ekki 3,4 milljarða í bætur fyrir horfnar buxur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.