Þyrnirós var besta barn...besta nafn?

 gilitrutt Það var og.

  "Þyrnirós" orðið gott og gilt nafn samkvæmt Mannanafnanefnd

  uppi á litla Fróni.

  Telur húsfreyja að næst liggi þá fyrir að samþykkja nafnið "GARÐABRÚÐA" 

  sem eðal fínt nafn á stúlkubarni, enda tekur það nafn íslenskri

  beygingu í eignarfalli..."til GARÐABRÚÐU".....og sjálfsagt bullandi

 " mannanafnalöglegt" einnig, eins og nafnið Þyrnirós Wink.

  Nú og fyrst Mannanafnanefnd er komin á myljandi fart í "ævintýrabransanum"

  mannanafnalega séð, væri ekki úr vegi að lögleiða einnig nafnið

  "RUMPUTUSKI" sem arfa flott nafn á drengi og nafnið ÖSKUBUSKA á

  stúlkur.Devil

  Sterkt kæmi þá einnig inn nafnið JÁRN-HINRIK á drengina. 

  Það nafn með bandstriki, sem þótti aldeilis flott hjá

  breskum aðli hér í eina tíð.LoL

  Nú og þá eru kvennanöfnin MJALLHVÍT og RAUÐHETTA klassísk.

  Húsfreyja velkist hinsvegar í vafa með nöfnin SNJÁKA, HANS KLAUFI

  og KJÁNN, og telur að þau munu ekki ná vinsældum hér í landi elds og ísa...

  og ævintýra.Whistling

  Já, en aldeilis flott framtak og gott framlag þetta hjá Mannanafnanefnd til

  auðgunar á íslenskum mannanöfnum.

  Og styttist óðum í það að PRINS og PRINSESSA verði orði fullgild og

  viðurkennd mannanöfn á litla Fróni.Tounge

  Hins vegar vill húsfreyja vara nefnd mannanafna hérlendis við því,

  að vaða síðan beint úr Grimmsævintýrunum inn í frónversku þjóðsögurnar.

  GILITRUTT, MÓRI, GARÚN, ÞORGEIRSBOLI og SKOTTA Sick

  svona ekki beint nöfn sem heilla

  húsfreyju, sem nöfn á blessuð börnin okkar Frónbúanna.

  En kæra frónverska þjóð, til hamingju með nafnið ÞYRNIRÓS.

  Megi það skreyta skírnavottorð margra um alla ókomna tíð.

  Góðar sumarstundir.

 


mbl.is Nafnið Þyrnirós samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í símaskránni - já.is eru tvær Mjallhvítar, í öðru tilvikinu er það millinafn.

Ein Guðrún er skráð með Garún sem "auknefni" (listamannsnafn). Það er til rappari sem heitir Móri, en það er líka listamannsnafn og jafnvel dulnefni.

Rauðhetta er hárgreiðslustofa, Rumputuski er barnafataverslun.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.7.2013 kl. 16:52

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Rauðhetta Rumputuskadóttir

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 31.7.2013 kl. 23:41

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Já ævintýralegt er það og ævintýralegra skal það verða, Guðmundur .  Tær snilld, Anna Dóra.

Þakka kærlega komment og innlit.

Sigríður Sigurðardóttir, 1.8.2013 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband