23.3.2013 | 21:36
Af Herjólfi, uppspúnum líffærum ofl.
Aflminni Herjólfur, er boðorð dagsins.
Gott og vel.
En hvað með "siglingartímann" milli lands og Eyja?
Nú er húsfreyja með sjóveikari konum sem uppi hafa verið á litla Fróni,
og þó víðar væri leitað.
Þriggja tíma martröðin milli Þorlákshafnar og Eyja er henni til að mynda
algjörlega ofviða.
Ælir sem Múkki og spýr tæpa tvo tíma af þeim þremur, sem tekur að
berjast á milli þeirra hafna, þá hún neyðist til að taka Herjólf
út í Eyjar að vetrarlagi.
Grátbiður áhafnarmeðlimi að FLEYGJA sér útbyrðis hið snarasta,
og binda þannig enda á arma vesöld sína og mergjaða vanlíðan,
heltekin af sjóveiki og angist, strax eftir rúma klukkutíma siglingu.
Það sem verra er, er að 12 ára djásnið er öllu sjóveikara, en
æludruslan, móðirin, og byrjar að æla strax eftir 50 mínútur á sjó.
Móðirin ekki í nokkru standi að stumra yfir náfölu djásninu,
með fulla ælupoka, og salernishalup, liggur emjandi í
koju, í sófa, úti á dekki eða hvar sem örlögin hafa holað henni niður
um borð í koppnum Herjólfi, þjáist og barmar sér.
"Hvernig í ósköpunum datt henni, ábyrgri móður og hjúkrunarfræðingi
í ofanálag, að hætta svona illilega lífi og innri líffærum sínum og djásns,
með SJÓFERÐ ferð til Vestmannaeyja í HEILA ÞRJÁ KLUKKUTÍMA um borð
í Herjólfi"?
Sjálfsásökunin og sektarkenndin er að sliga húsfreyju,
og slær allhressilega í vanlíðanina og sjóveikina.
"LIFE IS A BITCH, AND THEN YOU GET SEASICK", er slagorð
sem húsfreyja samdi fyrir mörgum árum, eftir eina hroðalega
sjóveikisferð til Eyja með Herjólfi.
( Spjó upp 3 vikna gallbirgðum, hálfri lifrinni,
og einu lunga í þeirri viðbjóðsferðinni).
"Life is a bitch, and then you die...piff...bara húmbúkk!
EKKERT slær út alvöru sjóveiki...dauðinn sjáldsagt aðeins kærkomin lausn,
í samanburði við það helvíti.
Svo það er von að húsfreyja spyrji: "Hvað um siglingarTÍMANN"?
Mun "aflminni" ferja vera LENGUR í ferðum á milli lands og Eyja?
Því þetta er spurning um mínútur...í alvöru, þegar kemur að
djásni, húsfreyju og SJÓVEIKI.
Djásn og húsfreyja fóru bísna oft með Herjólfi í Eyjar út í fyrrasumar,
og 45-50 mínútna siglingin frá Landeyjahöfn þoldist svona svaðalega vel af báðum.
Engin sjóveiki, engar ælur, engin örvænting.
Þær eins og nýslegnir túskildingar, er í land kom.
Engin vesöld og lystarleysi né sjóriða í marga tíma á eftir sjóferð.
Bara gleði og myljandi hamingja yfir því að hafa aftur fast land undir fótum.
Jamm.
Hvað verður nýr og AFLMINNI Herjólfur LENGI á siglingunni milli
Landeyjahafnar og Eyja?
Erum við að tala um siglingu upp á sama tíma og með gamla koppnum,
eða er verið að LENGJA sjóferðina tímalega séð?
Er verið að bjóða upp á rúman klukkutíma...jafnvel einn og hálfan
þar á milli?
Djásnið er heillum horfin með andlitið ofan í æludallinn, lengist
ferðin svo mikið...húsfreyja tæpari en allt sem tæpt er.... og
gæti farið svo að hún ældi upp "hinu lunganu" fari reisan mikið yfir
klukkustund að tímalengd.
Vesen þar með upp á 11,2 á "vesen-skala frá 1-10", fyrir húsfreyju
og 12 ára djásn að fara út í Eyjar með Herjólfi.
Og telur húsfreyja, að svo verði með alla sjóveika, sem af geðveikri
bjartsýni kaupa sér ferð með Herjólfi til Eyja.
Nema auðvitað að húsfreyja og djásn séu "einstök fyrirbæri í tilverunni",
kannski af mergjaðri "sjóveikisætt" langt aftur í ættir,
æluvesalingar, arga landkrabbar, guðsvolaðir aumingjar á sjó og
sjóferða-afturkreistingar.
Aldrei að vita.
En húsfreyja vonar heitt og innilega að "aflminni" nýr Herjólfur
verði jafnfljótur í ferðum og sá eldri...ef ekki fljótari.
Góðar stundir og gleðilegar Eyjaferðir í sumar.
Nýr Herjólfur verður aflminna skip | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Það eru svefn vagnar aftast í kojuganginum þar er hægt að lippast niður eða bara til að bera saman bækur sínar við aðrar ferðir hjá svóveikum ég man tildæmis eftir því að hafa á útleið verið sjóveikur aðra leiðina og svo í land. En ekki koju veikur nema í stanslausum sjó einsog verið hefur oft á suðvestanmiðum.
Glorious (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.