18.2.2013 | 20:09
Er verið að auglýsa eftir ofurmenni eða...
...kannski bara einhverjum "slatta af fólki"?
Þór Björnsson í "sterkasti maður heims-keppninni" væri
þar með alveg tilvalinn í "húsgagnatilfærslurnar",
Óli Laufdal myndi brillera í hótelrekstrarmálunum,
frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti ásamt Óla og frú
á Bessastöðum, myndu rústa þessum kröfum um tungumál og þýðingar.."jú eint sín noðþing jet"...
.....nema kannski rússneskunni...en það leysist seinna í málsgreininni,
"niðurskornir, fyrrum rafvirkjar og húsverðir" á öldrunarheimilunum tækju
viðgerðir og viðhald í nefið, á meðan "ofurræstitæknir" með rússnesku sem
aðaltungumál, en eigi að síður búandi á litla Fróni síðustu 10 ár, færi létt
með þrif og rússneskar þýðingar.
Það er bara þetta með "ferðaþjónustuna" sem er höfuðverkur.
Þyrfti eiginlega að vera "bóndi" sem tæki það málið að sér....
(eitursnjöllustu ferðaþjónustumenn litla Fróns, bændur),
en þá klúðrast alveg búsetan á hótelinu, því bóndi verður
alltaf að vera mættur í fjósið að sinna beljunum í býtið á morgni hverjum....
nema auðvitað að hótelfrúin samþykki að láta eina svítuna undir
beljugreyin.
Þá væri auðvitað málið leyst.
BINGÓ!
Hótelfrúin þar með búin að redda sínu hóteli um alla ókomna tíð,
með haug af flottu fólki í vinnu...gott ef hún gæti ekki skroppið
sumarlangt í siglingu um Miðjarðarhafið ár hvert, með súperfína
samvisku.
Ekki aðeins væri hún með hótel sitt í góðum málum, heldur væri hún að stuðla
að minnkandi atvinnuleysi á litla Fróni, ásamt rosalegum
frumlegheitum í hótelrekstri....eða hvaða hótel annað væri
með baulandi kýr og jórtrandi í flauelssófa inn á forsetasvítu?
Aldeilis kostuleg atvinnuauglýsing þetta.
Góðar stundir.
Leitað að ofurmenni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:53 | Facebook
Athugasemdir
Sælir. Ég er fyrirverandi hótelstjóri á Flóka Inn (vann þar árin 2007 & 2008) og ég uppfylli allar kröfur sem eru nefndar í auglýsingunni! Það er satt. En ég vissi ég ekki að ég væri öfurmaður - ég héld mig sjálfan fyrir venjulegan mann. En allt í lagi, nú veit ég það. En þetta er ekkert grín, ég segi það sem er satt.
BB (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 00:47
BB; ha ha, þessi var jafnvel enn betri!
Birnuson, 19.2.2013 kl. 22:59
Hehehehehe...og ofurmenni finnast enn á litla Fróni....kannski ekki að furða... menn stukku hæð sína í fullum herklæðum og fóru létt með :) ...Snilld! Þakka kærlega innlit og komment.
Sigríður Sigurðardóttir, 21.2.2013 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.