7.10.2012 | 23:29
Það var og.
Margt er skrýtið í kýrhausnum eins og kerlingin sagði.
þrotlausa vinnu, meiri ábyrgð, fleiri verk á lægri launum á tímum
kreppu og bankahruns, af stakri náð og einskæru þakklæti.
Og hvernig þá?
Jú, að sjálfsögðu svona:
Stöðulækkun ásamt launaskerðingu, fyrir sömu erfiðu ábyrgðarstörfin og áður,
ásamt fækkun á starfsfólki þeirra.
Allt í nafni niðurskurðar, aðhalds og og BRÁÐRAR nauðsynjar á
því að spara þar sem þegar er búið að skafa inn að beini og
mergsjúga.
Þar sem mannauðurinn má síst missa sín, ákveða stjórnendur að
skera niður.....án þess þó að það MEGI bitna á GÆÐUM þjónustu
við kúnnana.
Og þar með fjölgar þeim einstaklingum í fyrirtækjunum sem fá vinnu við að útbúa allskonar
"gæðavísa", "gæðaplön" og "reglupappíra" sem niðurskornum,
launalækkuðum undirmönnum er ætlað að fylla út, framfylgja og
láta fækkandi starfsfólk sitt fara eftir, hvort sem að tími er til slíks eður ei,
þar sem staffið er allt á harðahlaupum, svo ekki tapist niður GÆÐI á "grunnþjónustu"
til kúnnanna.
Sér enginn þörf á því að "skera niður" hjá pappírsvinnslufólki....sei,sei nei.
Enda hverjir ættu annars að koma með allar hugmyndirnar um HVAR er
brýnast að skera niður og koma þeima á BLAÐ, nema "pappírspésafólkið"!
Gjörsamlega ÓMISSANDI þetta blessaða pappírsfólk.
Þá er bara að SKAFA beinin hinna betur og MERGSJÚGA enn betur.
Jamm, fínt þakkæti þetta til fólks sem sinnir störfum sínum af hugsjón,
dugnaði, fagmennsku og tryggð.
Hefur flest niðurskorna mannfólkið fyrir fjölskyldu að sjá eins og allir aðrir og
berjast ötullega við að lifa kreppuna af fjárhagslega, en sættir sig við lægri laun
í þeirri von að einhvern tímann muni fyrirtækið þeirra
kunna að meta það og launa þeim að verðleikum.
Ó, já, að verðleikum.
Því miður eru mörg þessara fyrirtækja með þjónustu fyrir veika og aldraða
hér á landi, og að halda því blákalt fram að "svona niðurskurður"
bitni ekki á GÆÐUM þjónustu, er hreinn og klár vaðall og ekkisens
kjaftæði, að mati húsfreyju.
Svo mörg voru þau orð.
Húsfreyja örvæntir á sínum svörtustu dögum um heilbrigðiskerfi sitt,
og kvíðir því að verða gömul kona.
Er það framtíð hennar sem annarra er eldast og gamlir verða,
að verða "annars flokks" Íslendingur, með lágmarks heilbrigðisþjónustu...
og ENGA fagþjónustu?
Er þetta það sem við viljum í velferðarríkinu , Íslandi, þegar kemur að
heilbrigðisþjónustu við aldraða og sjúka?
Nei, húsfreyja bara spyr.
Góðar stundir.
Flokkur: Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 23:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.