1.10.2012 | 20:00
Limalangir Frónbúar!
Aldeilis fínar fregnir þetta fyrir frónverska karla.
Sjálfsagt margir þeirra þá sérdeilis áhugasamir um
stærð síns lims sem og stærð lima vina sinna og félaga fyrst þeir hafa
mætt í "limamælingu"!
Máski jafnvel til klúbbur karla með stóra limi hér uppi á litla Fróni,
sem þá líklegast útleggst og skammstafast KLAK!
Ergo Klúbbur LimaLangra Karla!
Hljóta þá klúbb(með)limir þessir að hittast reglulega, og tjalda
því sem til er yfir öllara, mæla og mæla aftur LENGD, BREIDD,
UMMÁL og FLATARMÁL.
Jafnvel fara yfir hve "hátt ris" er á mönnum, þá þeir sænga hjá
konum sínum og kærustum.
Setja síðan upp í graf og bjóða þeim sem "rismestar" tölur hefur,
upp á frían öllara og 100 pakka af extra sleipum smokkum í verðlaun.
Nei, hvað veit húsfreyja.
Máske enginn slíkur klúbbur til hér uppi á litla Fróni.
Þá er það bara eitt "smámál" að bögga húsfreyju:
Hvert í ósköpunum fóru frónverskir karlmenn í limamælingu,
fyrst svo mikið er vitað um stærð lima þeirra, og hvar fór hún fram og hver
framkvæmdi mælinguna?
Nei, bara svona smá forvitni í gangi hjá húsfreyju, því hún vissi
ekki einu sinni að limamælingar hefðu verið í boði hér uppi á litla Fróni.
En "ull" á limasmáa breska og franska karlmenn...og kannski bara
"nanabúbú" líka.
En frændi 6 ára, verðandi limalangur herramaður þarf í kompjúterinn.
Góðar stundir.
Íslendingar stærstir í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:02 | Facebook
Athugasemdir
Haaaahaha!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.10.2012 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.